Er ástarlífið að buga þig?

Það getur verið höfuðverkur að halda ástinni í lagi í …
Það getur verið höfuðverkur að halda ástinni í lagi í dag. mbl.is/Thinkstockphotos

Úr bókinni Love Rules er hægt að fylgja fjórum einföldum aðgerðum til að halda sér á réttu leiðinni þegar kemur að ástinni. Allt of margir eru að taka inn rangar kaloríur þegar kemur að ástinni, líkt og þegar kemur að mat. 

„Við sem dæmi sleppum frönskum og brauði til að geta drukkið tvo Mojitos í staðinn og upplifum líðan eftir því. Að sama skapi samkvæmt tímaritinu blekkjum við okkur þegar kemur að ástinni og þá tilfinningalegri inntöku þegar við erum á lausu og að stunda stefnumót. Sem dæmi þá eru margar konur sem telja það að sofa hjá fyrrverandi teljist ekki með, þar sem þú ert ekki að bæta við tölu þeirra sem þú hefur sofið hjá. Það sem konur gera rangt þarna er að þær taka ekki tillit til tilfinningalegra kaloría. Þar eð, orku sem ætti frekar að fara annað,“ segir í bókinni.

Eftirfarandi eru einföld fjögur skref til að skoða:

1. Legðu mat á fyrri samböndin þín

  • Hvað hefurðu verið með mörgum? Hversu löng voru samböndin?
  • Hvernig enduðu samböndin?
  • Hvenær varstu mest hamingjusöm/hamingjusamur? Hvað gerði þig hamingjusama/hamingjusaman?

Gerðu biðartalningu á öllum sem þú hefur verið með. Ekki sleppa slæmu samböndunum þínum. Hvort þér líkar slæmu týpurnar eða viðkvæma fólkið þá ertu líklegast með eitthvað mynstur sem þú ættir að skoða til að halda áfram á réttri braut.

2. Legðu mat á hvernig þú kynnir þig inn í sambönd

  • Finnst þér þú vera það besta við samtölin ykkar? Talarðu einungis um þig?
  • Sýnir þú samkennd? Ertu góður hlustandi?
  • Hvernig er að fara út með þér eða vera með þér á föstu?

Ef það er erfitt fyrir þig að svara þessu, spurðu þá vin eða systkin. Næst skaltu gera lista yfir allt sem olli sambandsslitum í fortíðinni, eða vandamálum í þínum samböndum. Ertu að sjá munstur koma upp? Er verið að kvarta yfir því sama við þig? Að þú ruslir of mikið til? Sért sjálfselskur/sjálfselsk? Eitthvað sem þú ferð í baklás yfir? Ef þú gerir það yfir einhverju þá er líklegt að þú þurfir að skoða það nánar. 

Hvað sækist þú eftir þegar kemur að samböndum og hver er veikleiki þinn í þeim?

3. Komdu auga á og skilgreindu hvernig þú ferð á stefnumót

  • Ef þú ert í sambandi og ert ekki ánægður/ánægð af hverju heldurðu sambandinu áfram?
  • Hvað líkar þér best við kynlíf með öðrum?
  • Hvað breytir þú þér mikið fyrir maka þinn?

Alveg eins og það er auðvelt að byrja að borða óhollt, þá er mjög einfalt að koma sér upp lélegum sambands venjum. Fellur þú til dæmis alltaf fyrir þeim sem vill ekkert með þig hafa? Heldurðu áfram í sambandi við þá sem láta þér líða illa með þig?

4. Hugsaðu um framtíðina

  • Gerðu nákvæman lista um 10 eiginleika sem þú ert að leita eftir í ástvini (ekki gleyma hvort þú  sért að hugsa um barneignir eða ekki).
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál