Heppin með kynlíf á 3 mánaða fresti

Kynlífið er gott hjá hjónunum en á sér stað sjaldan.
Kynlífið er gott hjá hjónunum en á sér stað sjaldan. mbl.is/Thinkstockphotos

„Kæra Deidre, jafnvel þó svo það sé frábært þegar við stundum kynlíf er ég heppin ef að eiginmaður minn og ég gerum það einu sinni á þriggja mánaða fresti. Áður fyrr stunduðum við spennandi kynlíf en nú erum við svo þreytt vegna vinnunnar og barnanna að nú er eins og við séum bara vinir,“ skrifaði kona sem er orðin þreytt á þurrkinum í hjónabandinu og leitaði ráða hjá ráðgjafa The Sun

„Við erum hætt að kyssast og faðmast og sýnum enga ástúð. Við horfum á sjónvarpið eða förum ein upp í rúm eftir vinnu. Ég er 34 ára og eiginmaður minn er 36 ára. Við höfum verið gift í sjö ár og börnin okkar eru fjögurra og sex ára. Ég elska hann en leiðist og veit ekki hvað ég á að gera.

Hann glímdi við þunglyndi og ég stóð við hlið hans á erfiðum tímum á meðan ég sá um heimilið, fjölskylduna og vann. Þrátt fyrir að hann sé betri núna finnst mér eins og ég þurfi að tipla á tánum í kringum hann. Hann verður pirraður ef ég byrja að tala um eitthvað. Ég þarf smá ást, svo á ég að fara?“

Ráðgjafinn segir ekki auðvelt að finna tíma fyrir makann þegar vinna og fjölskylda eru annars vegar. „Veljið tíma þegar þið eruð bæði afslöppuð og segðu honum hversu mikið þú saknar ástúðarinnar og kynlífsins. Slökkvið á sjónvarpinu og farið um leið og börnin eru búin að vera uppi í rúmi í klukkutíma, þau eru vanalega steinsofnuð þá.“

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál