Gift en langar í yfirmanninn

Vinnustaðarómantík lifir enn góðu lífi.
Vinnustaðarómantík lifir enn góðu lífi. mbl.is/Thinkstockphotos

Kona sem er hrifin af yfirmanni sínum spyr E. Jean ráðgjafa Elle hvort vinnustaðarómantík lifi enn góðu lífi eftir að upp komst um Harvey Weinstein og félaga. 

„Ég byrjaði í nýrri vinnu fyrir nokkrum mánuðum og ég er hrifin af nýja yfirmanni mínum. Við erum svipað gömul, við erum bæði gift og eigum börn. Á góðum degi er hjónaband mitt la la. Fyrir nokkrum árum hélt eiginmaður minn fram hjá með samstarfsfélaga og það hefur verið erfitt. Hjónaband okkar hefur ekki jafnað sig að fullu. Alla jafna myndi ég ekki halda fram hjá (ég hef gefið upp nokkur tækifæri). Ég veit hversu erfitt það er þar sem ég hef verið hinum megin borðsins. 

Yfirmaður minn er hins vegar kynþokkafullur. Ótrúlega yndislegur og góður maður – fyndinn, gáfaður og jákvæður. Fyrir utan vinnuna eigum við fullt sameiginlegt. Hann er opinn að eðlisfari og ég gæti verið að mistúlka hans venjulega ákafa sem áhuga á mér. Það er líka mögulegt að hann sé krónískur daðrari. Samt sem áður heldur hann fyrir mér vöku á nóttinni. Á tímum vitundavakningar um kynferðislega áreitni á vinnustað eru litlar líkur á því að yfirmaður minn taki fyrsta skrefið. Hvernig get ég gefið honum grænt ljós?“

Hjónabandið hefur verið slæmt síðan maðurinn hélt fram hjá.
Hjónabandið hefur verið slæmt síðan maðurinn hélt fram hjá. mbl.is/Thinkstockphotos

Ráðgjafinn sýpur hveljur og segir vandamálið ekki snúast um yfirmann hennar heldur um framhjáhald eiginmanns hennar. Vill ráðgjafinn meina að konan vilji einfaldlega jafna metin. 

„Hefnd er heillandi en hugleiddu þetta: Þú varst einu sinni mjög hrifin af eiginmanni þínum, þú manst örugglega þá daga þegar áhugi ykkar á hvort öðru var svo hrikalegur að þið fóruð ekki einu sinni út heldur voruð bara heima að elskast. Þið eigið börn. Ekki kasta því á glæ. Láttu reiðina sem beinist að framhjáhaldi eiginmanns þíns leiða til breytinga. Skildu við gamla hjónabandið. Farið í hjónabandsráðgjöf. Ég trúi því að með rétta hugarfarinu og hugrökku hjarta getir þú byggt upp sterkara, kynþokkafyllra og fjörugra samband við eiginmann þinn og leyfðu yfirmanninum að njóta góðu og slæmu stundanna í sínu eigin hjónabandi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál