Ekkert kynlíf í mörg ár, er skilnaður næsta skref?

Ætli þau skilji?
Ætli þau skilji? mbl.is

Ráðgjafi Prevention, Sherry Amatenstein, fær reglulega til sín spurningar frá ringluðum lesendum. Þessi kona hefur áhyggjur af hjónabandi sínu, sem hefur verið kynlífslaust um nokkurra ára skeið.

„Ég og eiginmaður minn höfum ekki stundað kynlíf ... lengi. Og ég verð að viðurkenna að ég er búin að byrgja gremju innra með mér í mörg ár. Þýðir þetta að við munum skilja eða getum við reynt að endurlífga kynlíf okkar?“
Ráðgjafi Prevention er ekkert að skafa af því og spyr beinskeyttra spurninga til baka.

„Þú hefur kannski heyrt þetta en kynörvunin hefst í heilanum. Hið líkamlega og hið tilfinningalega er tengt og gremjan sem þú hefur byrgt innra með þér öll þessi ár gegn maka þínum drepur allt. Ef það er enn kynhvöt til staðar hjá þér þá skal ég éta leyfið mitt til þess að veita pararáðgjöf.
Hvað kveikti á frostinu sem virðist hafa leikið lausum hala innra með þér í langan tíma? Fannst þér þú hafa verið svikin af maka þínum eða voru það vonbrigði eftir vonbrigði og pirringur? Hafið þið reynt að tala um það sem er í gangi á bak við frosnu brosin og kurteislegu samskiptin á heimilinu? 
Það er ekki sanngjarnt fyrir hvorugt ykkar að vera í þessu hjónabandi. En það er greinilega eitthvað sem heldur ykkur saman, sama hvort það er löng sameiginleg saga, börn eða hræðslan við skilnað.
Ég mæli með að þið farið í ráðgjöf og lærið að hafa samúð hvort með öðru og hlusta raunverulega á hvað hinn aðilinn er að segja. Í ráðgjöfinni getið þið viðrað hugsanir ykkar á öruggan hátt með aðstoð.
Þegar þið eruð búin að rjúfa stífluna og segja frá því sem skiptir raunverulega máli á milli ykkar tveggja getið þið byrjað að endurbyggja sambandið á heiðarlegan hátt eða ákveðið að hjónabandið hafi runnið sitt skeið.“

Ráðgjafinn mælir með að þau fari í ráðgjöf.
Ráðgjafinn mælir með að þau fari í ráðgjöf. Thinkstock / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál