Stundar kynlíf átta sinnum á dag á sextugsaldri

Konan stundar stundaði lítið kynlíf í hjónabandi sínu en nú …
Konan stundar stundaði lítið kynlíf í hjónabandi sínu en nú er allt annað uppi á teningnum. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég er nýskilin 55 ára gömul kona í góðu formi. Eftir frekar kynlífssnautt hjónaband byrjaði ég að hitta mann sem er frábær elskhugi. Allt er mjög gott enn sem komið er fyrir utan það að kynlíf hefur heltekið líf mitt. Hann býr í öðrum landshluta sem þýðir að við getum aðeins verið með hvort öðru aðra hverja viku en þegar við erum saman stundum við kynlíf jafnvel sjö eða átta sinnum á dag. Hann er líka á sextugsaldri og ég veit ekki hvernig hann fer að þessu, það er ekkert Viagra. Ég hef ekkert að kvarta yfir. Ætti ég að leyfa þessu að halda svona áfram eða ná stjórn á þessu æði fyrir kynlífi?“ Spyr kona netverja á vef The Guardian. 

Ráðagóðir lesendur reyndu að hjálpa konunni og hvöttu hana flestir til þess að njóta þess að stunda kynlíf. 

„Já njóttu þess. Heppin þú! Vinkona mín trúði mér nýlega fyrir því að hún nýtur þess mun betur að stunda kynlíf núna en hún var yngri,“ skrifaði einn netverji. 

„Njóttu þess. Á sama tíma ertu að blanda saman unaðslegu kynlífi, eftirleik þurrkatímabils og spennunni sem kemur með því að vera með nýjum maka. Þú hljómar eins og unglingur á mjög góðan hátt. Hljómar vel að mínu mati,“ sagði netverji sem var þó viss um að hún muni róast fljótlega.  

Konan segir kynlíf hafa heltekið líf sitt.
Konan segir kynlíf hafa heltekið líf sitt. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is