„Mig langar ekki að þurfa að biðja um kynlíf“

Konan er óánægð með hversu lítinn áhuga maður hennar sýnir …
Konan er óánægð með hversu lítinn áhuga maður hennar sýnir henni. mbl.is/Thinkstockphotos

„Maki minn hefur ekki áhuga á kynlífi og jafnvel þegar við stundum það er það ekki gott. Ég er 24 ára og hann er 27 ára. Við höfum verið saman í fimm ár og kynlífið varð að vandamáli fyrir ári eða svo. Hann er mjög stuðningsríkur og yndislegur maður en neistinn er horfinn. Mig langar ekki að þurfa að biðja um kynlíf. Ég er stelpa með mikla kynhvöt og mér finnst kynlíf vera mikilvægur hluti af sambandi. Það væri leiðinlegt að hætta þessu en eitthvað þarf að breytast,“ skrifaði óánægð kona og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun

Deidre bendir á að konan nefni ekki hvort hún hafi talað um þetta við kæraastann. 

„Að tala um vandamálið er byrjunin. Segðu honum að þú elskir hann en spurðu hvað hann haldi að hafi gert það að verkum að kynhvötin minnkaði. Þú talar um að kynlífið sé ekki gott meinar þú þá að það endist ekki nógu lengi eða að honum er sama um fullnægingu þína?“ Skrifar Diedre og bendir henni á að lesa sig til um fullnægingu kvenna og hvernig menn geta haldið lengur út. 

Konan er með mikla kynhvöt.
Konan er með mikla kynhvöt. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is