Hagar þú þér eins og fólkið í Fatal Attraction?

Ástarævintýri sem byrja með látum, enda vanalega þannig líka.
Ástarævintýri sem byrja með látum, enda vanalega þannig líka.

Kvikmyndin Fatal Attraction frá því á níunda áratug síðustu aldar lýsir vel því sem fer í gang þegar fólk missir tökin á ástarlífinu sínu. Kvikmyndin fjallar um lögmanninn Dan Gallagher sem leikinn er af Michael Douglas og eiginkonu hans Beth, sem Ann Archer leikur. Í upphafi myndarinnar, sem gerist í New York, fara hjónin saman út þar sem hann rekur augun í Alex Forrest, sem leikinn er svo eftirminnilega af Glenn Close. 

Þrátt fyrir að Gallagher sé í boði með konunni sinni er eitthvað sem virðist fara af stað þeirra á milli og leiðir seinna til ástarævintýris sem veldur því að allir missa stjórn á sér í kvikmyndinni. 

Í fyrstu er frekar augljóst að sjá stjórnleysi viðhaldsins þótt í sannleika sagt séu allar persónur sögunnar á gráu svæði. 

Eftirfarandi atriði er gott að hafa í huga þegar kemur að gráum svæðum í samböndum:

Ást er sýnd með hegðun 

Það er talað um að hægt sé að sjá hversu mikið einstaklingur elskar sjálfan sig með því að horfa hvernig honum gengur að halda sig við þá samninga sem hann gerir í lífinu. Eitt af því er hjónabandssamningurinn. 

Miðað við hvernig fólki gengur að meðaltali í hjónaböndum og hversu há skilnaðartíðnin er, er talin mjög mikil topphegðun að lækka væntingar til sambanda. Allt of margir gera óraunhæfar kröfur til sambanda og kenna sér svo um þegar illa fer. 

Þú getur aldrei séð til þess að náið samband gangi fullkomlega. Þú berð ábyrgð á þínum hluta í sambandinu og þarft svo að treysta því að maki þinn geri eins vel og hann getur þegar kemur að hans hluta.

Ást er vanalega ekki sögð með orðum heldur með gjörðum. Kynlíf táknar ekki ást frekar en eitthvað annað, þótt samfélagið sé búið að búa til heilan iðnað og hlutgera þennan miðjupart hverrar manneskju. 

Með athyglina á réttum stað

Það er talað um að fólk sé meðvirkt þegar það er komið svo mikið ofan í að laga annað fólk að það gleymir sjálfum sér. Ástin ætti alltaf að vera viðbót við annars gott líf en ekki lífið sjálft. Kannski ættu allir þeir sem eru í nánum samböndum að vera með skýra hugmynd hvað þeir ætli að gera þegar maki sinn missir stjórn á sér eða gerir hluti sem stangast á við gerða samninga. 

Það að vera góður í samböndum þýðir ekki endilega að vera ljúfur, heldur að segja sannleikann, langanir og þarfir og standa svo við allt sem er talað um að gera. Það er enginn fullkominn í samböndum, en rannsóknir sýna að um helmingur fólks í Bandaríkjunum er réttu megin við línuna. 

Heildstæður persónuleiki

Það sem einkennir aðalpersónur kvikmyndarinnar er að þær þurfa frí frá venjulega lífinu sínu sem ætti alltaf að vera grátt svæði í samböndum.

Í mörgum menningarheimum er búið að hlutgera fólk þannig að móðir og faðir eru gerðar að heilögum verum og svo þarf að fá útrás eða spennu frá persónu sem er einnig hlutgerð en þá á sviði kynþokka eða kynlífs.

Með þessu er verið að setja móðurina á stall en konuna sem sofið er hjá undir sig, sem er skakkt.  

Það er vanalega mælt með því að reyna að forðast að gera hluti sem þú getur ekki fjallað um opinberlega.  

Að fara í neikvæða fantasíu

Þegar viðhaldið reynir að ógna eiginmanninum og fjölskyldu hans til að fá hann til að haga sér eins og hann gerði í byrjun fer af stað félagslega neikvæð fantasíuhegðun.

Jákvæð fantasía getur verið að dreyma um eigið líf og gera eitthvað í því. Neikvæð fantasía er að dreyma um að eitthvað neikvætt komi fyrir fólk. 

Það geta allir farið yfir á það gráa svæði að tala illa um annað fólk eða jafnvel vilja því vonda hluti þegar það upplifir höfnun eða vonbrigði. En að missa sig í að framkvæma hluti sem standast ekki lög og reglur í landinu eru vondar hugmyndir sem standast aldrei dagsljósið.  

Slíka hegðun er hægt og ætti að stoppa við fyrsta tækifæri. 

Það er engin persóna svo heillandi að hægt sé að réttlæta samfélagslega niðurlægingu, hættu eða jafnvel fangelsisvist til að fá athygli frá henni. 

Sér í lagi ef þú hefur það hugfast að ástin sem þú ert að leita að er nú þegar til staðar inn í þér sjálfum, en ekki í öðru fólki. 

Það getur verið stutt í stjórnleysið þegar kemur að ástarmálum …
Það getur verið stutt í stjórnleysið þegar kemur að ástarmálum eins og kvikmyndin Fatal Attraction fjallar um.
mbl.is