87 ára og enn til í tuskið

Maðurinn veltir því fyrir sér hvort hann sé skrítinn vegna …
Maðurinn veltir því fyrir sér hvort hann sé skrítinn vegna þess að hann langar enn til að stunda kynlíf. Ljósmynd/Unsplash

Karlmaður á níræðisaldri hefur enn mikinn áhuga á því að stunda kynlíf og vildi óska þess að eiginkona hans væri til í að sofa oftar hjá honum. Hann skammast sín þó svolítið fyrir að hafa enn svo mikinn áhuga á kynlífi og veltir fyrir sér hvort hann sé eitthvað skrítinn. 

„Ég er 87 ára karlmaður og er búinn að vera giftur í 40 ár. Við eiginkona mína, sem er líka á níræðisaldri, höfum ekki sofið í sama herberginu í þrjátíu ár vegna þess að ég hrýt svo mikið. Þrátt fyrir það hefur kynlífið verið gott, þó að við mættum stunda kynlíf oftar að mínu mati.

Ég hef enn mikinn áhuga á því að skríða upp í til hennar (þó ég glími við risvandamál), og veita henni fullnægingu. En eiginkona mín hefur aldrei gefið mér nein sérstök merki, það er, ég er yfirleitt sá sem vill kúra og segi eitthvað fallegt. Hún skilur ekki að maður á mínum aldri fái eitthvað út úr tilhugsuninni um að deila rúmi með henni, henni finnst það skrítið jafnvel.

En þegar hún leyfir mér að koma upp í, einu sinni á tveggja mánaða fresti kannski, þá er hún til í mig og ég get veitt henni fullnægingu á nokkrum mínútum. Ég skammast mín svo mikið, og finnst ég jafnvel skrítinn, þegar hún neitar mér. Við förum stundum að rífast, og fæ ég samviskubit út af því. Hvert er svarið? Er ég skrítinn?“

Ráðgjafi The Guardian, Pamela Stephenson Connolly, veitir honum svarið. 

„Nei þú ert ekki skrítinn, bara þau með gamaldags skoðanir á kynlífi myndu segja að þú værir skrítinn. Því miður er enn fólk sem hefur fordóma fyrir því að eldra fólk stundi kynlíf, og telja jafnvel að löngunin í kynlíf hverfi sjálfkrafa með hækkandi aldri. 

Í rauninni er það langt frá sannleikanum, það er eðlilegt og heilbrigt að þig langi til að eyða náinni stund með eiginkonu þinni, sama hversu ungur eða gamall þú ert. Jafnvel þó ýmis vandræði dúkki upp, eins og risvandi (já, og á meðan ég man, það er hægt að laga það), þá er hægt að finna leiðir til að eiga nána stund saman eins og þú veist sjálfur. 

Það eru leiðir til þess að njóta þess að finna djúp tengsl án þess að stunda beint kynlíf, þar á meðal snerting, kossar, faðmlög og samtöl. Það eru allt hlutir sem stuðla að heilbrigðu og góðu lífi fyrir unga sem aldna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál