Eiginmaðurinn lyftir ekki litla fingri

Pexels/David Garrison

Kona á miðjum aldri er orðin þreytt á því að eiginmaður hennar hjálpar ekkert við heimilisstörfin. Veltir hún því fyrir sér hvort hún eigi að skilja við hann. Leitar konan því ráða hjá sérfræðingi.

Ég er 47 ára gömul með tvö börn á grunnskólaaldri og hjónabandið mitt stendur á völtum fótum. Í upphafi voru hugmyndir okkar á foreldrahlutverkið byggðar á skandinavískri fyrirmynd. Hins vegar kom það snemma í ljós að undirliggjandi var ímynd hans af foreldrum sínum.

Hann ætlast til þess að ég geri allt saman. Hann gerir ekkert með hrottalegum hætti en ég sé í honum ákveðið aðgerðaleysi sem endurspeglar í raun föður hans. Í hans fjölskyldu hlaupa konurnar um allt á meðan karlarnir horfa á sjónvarpið og ræða fréttirnar.

Ég hef oft nefnt þetta við hann, bæði með gremjulegum hætti og í rólegheitunum. Maðurinn minn viðurkennir þetta þegar ég tala rólega við hann um þetta og segist vilja reyna að jafna út hlutverk okkar. Eftir stuttan tíma fer þó allt aftur í sama farið.

Ég hugsa oft um að vera einhleyp. Ég hef ekki áhuga á að vera með öðrum karlmanni en velti því oft fyrir mér að samband mitt við konu yrði á jafnari grundvelli. Ég vil í raun ekki skilja við hann barnanna vegna. Ég hef rætt við hann um skilnað en hann hlær bara.

Á ég að viðhalda hjónabandinu eða á ég að fara frá honum?

Svar sérfræðingsins:

Í blíðu og stríðu er sagt. Við ættum að bæta við einhverju í þá átt að þurfa að vera saman þegar, þrátt fyrir góðan ásetning, við endum eins og foreldrar okkar. Eftir 30 ára hjónaband bendir maðurinn minn mér vinsamlega á hvenær sem ég hef breyst í móður mína. Á móti minni ég hann á, með öllum þeim velvilja sem í mér býr, þegar hann breytist í viktorískt höfuð feðraveldisins.

Eins mikið og við viljum það ekki þá munum við enda á að líkja eftir forfeðrum okkar, þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir ástvina til að koma í veg fyrir það.

Í augnablikinu ertu reið. Ég álasa þér ekki fyrir það. Maðurinn þinn færir sig óafvitandi í átt að ákveðinni stereótýpu. Á meðan þú þarft að fylla dagskrána af endalausum búðarferðum getur hann spjallað um háleitari málefni við aðra karlmenn. Þú eldar kvöldmat og hlustar á börnin lesa fyrir þig á meðan hann horfir á fréttirnar. Þegar þú segir honum að þig dreymi um að hafa þig ekki á svæðinu, þá hlær hann að þér. Það hljómar því örugglega freistandi fyrir þér að fara frá honum. Hann svíkur loforð sín um skandinavísku fyrirmyndina á hverjum degi, sem særir þig.

Skilnaður hljómar eflaust eins og góð skyndilausn, en er sjaldnast góð langtímalausn. Það getur tekið langan tíma að byggja sig aftur upp eftir skilnað. Skilnuðum þar sem börn eru í spilinu fylgir aldrei hreinn aðskilnaður, þar sem þú þarft enn að eiga í samskiptum við fyrrverandi makann vegna barna ykkar. Hlutirnir sem fóru í taugarnar á þér í hjónabandinu munu halda því áfram þótt hjónabandinu ljúki. Nýju samkynja sambandi geta fylgt nákvæmlega sömu vandamál og samböndum gagnkynhneigðra, svo ekki nota það sem flóttaleið.

Öll sambönd ganga í gegnum súrt og sætt, þess vegna bindum við heit í upphafi hjónabands. Ef öll sambönd myndu ganga smurt fyrir sig væri hugtakið hjónaband ekki til til þess að halda okkur saman þegar eitthvað bjátar á. Ég öfunda þig ekki af stöðu þinni í þessum stormi sem þú ert í, en ég er viss um að þú getur staðist hann. 

 The Guardian 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál