Jón Axel tapaði tveimur bjórkössum á ráðningu Stefáns

Jón Axel Ólafsson tapaði veðmáli þegar Stefán Eiríksson var ráðinn …
Jón Axel Ólafsson tapaði veðmáli þegar Stefán Eiríksson var ráðinn útvarpsstjóri en ekki Svanhildur Hólm Valsdóttir, eiginkona Loga Bergmanns.

Jón Axel Ólafsson útvarpsstjarna á K100 veðjaði við Loga Bergmann sem starfar á sama miðli um ráðningu nýs útvarpsstjóra. Jón Axel var svo viss um að Svanhildur Hólm fengi starfið að hann veðjaði upp á tvo bjórkassa. 

„Ég var sannfærður um tvennt: að kona yrði ráðin í starfið og að Svanhildur Hólm, eiginkona Loga, yrði valin í starf útvarpsstjóra. Hún er skelegg, vel menntuð og dugleg og hefur bakgrunn og menntun í starfið. Ég var viss um það frá sömu mínútu og Magnús Geir tilkynnti að hann ætlaði að kveðja Efstaleitið. En ég tapaði þessu veðmáli,“ segir Jón Axel og bætir við: 

„Mér finnst að það hefði átt að ráða konu í starfið. Það hefði sent nýjan tón og skýr skilaboð um að nú væri kominn tími til breytinga. Ég er viss um að Stefán Eiríksson sé góður í starfið, með reynslu og þekkingu sem dugar til að nudda þessu áfram. Ég sé bara ekki alveg að hans bakgrunnur og reynsla mæti þeim skilyrðum sem sett voru fyrir starfinu. Ekki nema kannski að hann hafi sett upp Twitter fyrir lögguna, eins og kom fram í máli stjórnarformanns RÚV.“

Jón Axel var svo viss um að Svanhildur yrði ráðin að hann lagði undir tvo bjórkassa. 

„Ég var svo viss að ég lagði tvo bjórkassa undir. Ég skuldaði honum eitthvað úr gömlu veðmáli, þannig að ég sagði „Double or nothing“. Þannig að hann á hjá mér tvo kassa núna. Þar sem ég er á Ítalíu, er líklegt að ég kaupi handa honum Peroni-bjór. Hann er sagður mjög góður,“ segir Jón Axel.

Ertu ánægður með ráðningu Stefáns?

„Já, ég er sáttur við Stefán. Hann gerði gott mót í löggunni hér áður og setti nýjan tón. Ég er viss um að hann leysir sitt starf vel hjá RÚV, en það er svo sem ekki mikið álag í þessu starfi, þar sem reksturinn hvílir að mestu á herðum fólks sem hefur mikla reynslu í starfi til margra ára.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál