Kristín Pétursdóttir er komin á fast

Leikkonan Kristín Pétursdóttir greindi frá því í nýjasta hlaðvarpsþætti Hæ hæ - Ævintýri Hjálmars og Helga að hún væri komin á fast. Kristín sagði þó ekki hver sá heppni væri í viðtalinu.

Þegar í ljós kom að það væri maður í spilinu hófst yfirheyrslan fyrir alvöru. „Ég veit reyndar ekki símanúmerið hans,“ svaraði Kristín þegar Helgi bauðst til að hringja í hann í miðjum þætti. Strákarnir spurðu næst hvort hann ætti börn. „Nei. Sem er fínt sko. Þetta er alveg nógu flókið,“ svaraði Kristín.

Þegar Helgi og Hjálmar spurðu hversu lengi þau hefðu verið að hittast sagði hún að þau hefðu verið að hittast í töluverðan tíma. 

Hjálmar sagðist ekkert hafa séð um nýja manninn á Instagram hjá Kristínu - þótt hann fylgdist náið með henni þar. Kristín sagðist frekar vilja fara leynt með þessi mál - en ólíkt barnsföður Kristínar þá er sá nýi ekki áhrifavaldur. Nýja deitið er þó huldumaður enn um sinn - þar sem Kristín stóð af sér stífa yfirheyrsluna.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is. 

Kristín Pétursdóttir.
Kristín Pétursdóttir. skjáskot/Instagram
mbl.is