„Finnst þér í lagi að tala svona við mig?“

Gauti Þeyr mætti í hlaðvarpið Hæ hæ – Ævintýri Helga og Hjálmars á dögunum. Gauti hefur sjaldan verið þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum – og oft lent í þeytivindu athugasemdakerfanna. Hann var spurður hvernig áhrif það hefði á hann.

„Ég væri að ljúga ef ég segði að það snerti mig ekki. Þetta hefur mismunandi áhrif. Eins og þegar ég tók krakkaskíta-djókið. Þá var það bara grín,“ segir Gauti. 

Hann lenti í talsverðum stormi eftir ummæli á Twitter um þátttakendur á Rey Cup í miðjum heimsfaraldri. „Ég fékk svo ljót komment á mig. Nei við erum að tala um: „Haltu kjafti þarna ógeðis has-been draslið þitt. Viltu ekki bara fokka þér? Finnst þér í lagi að tala svona við börn“,“ segir Gauti.

Hann var alveg hvumsa, sérstaklega yfir foreldrum sem þóttust vera að ala hann upp, og voru virkilega orðljótir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál