„Finnst þér í lagi að tala svona við mig?“

Gauti Þeyr mætti í hlaðvarpið Hæ hæ – Ævintýri Helga og Hjálmars á dögunum. Gauti hefur sjaldan verið þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum – og oft lent í þeytivindu athugasemdakerfanna. Hann var spurður hvernig áhrif það hefði á hann.

„Ég væri að ljúga ef ég segði að það snerti mig ekki. Þetta hefur mismunandi áhrif. Eins og þegar ég tók krakkaskíta-djókið. Þá var það bara grín,“ segir Gauti. 

Hann lenti í talsverðum stormi eftir ummæli á Twitter um þátttakendur á Rey Cup í miðjum heimsfaraldri. „Ég fékk svo ljót komment á mig. Nei við erum að tala um: „Haltu kjafti þarna ógeðis has-been draslið þitt. Viltu ekki bara fokka þér? Finnst þér í lagi að tala svona við börn“,“ segir Gauti.

Hann var alveg hvumsa, sérstaklega yfir foreldrum sem þóttust vera að ala hann upp, og voru virkilega orðljótir.

mbl.is