Instagram: Þorrablót og ný hlaðvörp

Vikan var fjörug!
Vikan var fjörug! Samsett mynd

Það var nóg um að vera í síðustu viku. Bóndadagurinn var haldinn hátíðlegur hjá mörgum á föstudag og fylltist „story“ á In­sta­gram af myndum af myndarlegum herrum. Þá var fjöldi þorrablóta um allt land um helgina. Ekkert lát virðist vera á hlaðvarpsæði landans því tvö ný hlaðvörp voru kynnt í vikunni.

Íslendingar elska hlaðvörp!

Áhrifavaldarnir Ástrós Traustadóttir og Guðrún Helga Sörtveit tilkynntu að þær væru að byrja með hlaðvarp sem heitir Mömmulíf.

Gelluhlaðvarp!

Áhrifa­vald­arnir Bryn­hild­ur Brá Gunn­laugs­dótt­ir og Sara Jasmín Sig­urðardótt­ir tilkynntu einnig í síðustu viku að þær væru byrjaðar með hlaðvarp sem heitir Gellukast.

View this post on Instagram

A post shared by GELLUKAST (@gellukast)

Gellukvöld og frosin pítsa!

Helga Mar­grét Agn­ars­dótt­ir, lög­fræðinemi og áhrifa­vald­ur, fór á gellukvöld. Hún segir ekki hægt að enda gellukvöld án þess að fá sér frosna pítsu.

Þorrablót hjá Víkingi!

Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins lét sig ekki vanta á þorrablót Víkings.

Tanja Ýr elskar margaritur!

Áhrifa­vald­ur­inn Tanja Ýr Ástþórs­dótt­ir fór á veitingastaðinn Tres Locos í miðbæ Reykjavíkur og fékk sér margaritu.

View this post on Instagram

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

Viðburðarrík vika hjá Rúrik!

Rúrik Gíslason, fyrr­ver­andi knatt­spyrnumaður­ og IceGuys-stjarn­a, deildi því með Instagram-fylgjendum sínum að hann hafði í nógu að snúast.

Tónleikar í Kópavogi!

Hljómsveitin Flott hélt tónleika í Salnum í Kópavogi á laugardag. Aukatónleikar verða 16. febrúar.

View this post on Instagram

A post shared by FLOTT (@fknflott)

Styttist í prinsinn! 

Elísa Gróa Steinþórs­dótt­ir, feg­urðardrottn­ing­ og aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Miss Uni­verse Ice­land, deildi fallegum bumbumyndum með fylgjendum sínum.

Matarboð heima!

Þingkonan Diljá Mist Einarsdóttir bauð í matarboð. Það kom auðvitað ekkert annað til greina en að vera með svuntu með fálka Sjálfstæðisflokksins á.

Stuð í Garðabæ! 

Fanney Ingvarsdóttir, markaðsfull­trúi Bi­oef­fect og fyrr­ver­andi feg­urðardrottn­ing, fór á þorrablót Stjörnunnar á föstudag.

Steypiboð!

Vinkonur Thelmu Daggar Guðmundsen komu henni á óvart með steypiboði.

Nýtur lífsins í Austurríki!

Borgarfulltrúinn Hildur Björnsdóttir nýtur lífsins í skíðabænum Kitzbühel í Austurríki.

Bæjarfulltrúi á þorrablóti!

Brynja Dan, bæj­ar­full­trúi í Garðabæ og einn af eig­end­um Extral­opp­unn­ar, skellti sér auðvitað á þorrablót Stjörnunnar.

Ánægð með bóndann!

Milla Ósk Magnúsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, var afar lukkuleg með eiginmann sinn Einar Þorsteinsson, sem er nýr borgarstjóri Reykvíkinga, á bóndadaginn. 

Ræktarsjálfa í New York!

World Class-erfinginn Björn Boði Björnsson er nýfluttur til New York-borgar, en það er spurning hvort klósettin í líkamsræktarstöðvum í New York jafnist á við hin frægu „selfie“ klósett í World Class. 

View this post on Instagram

A post shared by Björn Boði (@bjornbodi)

Besta knúsið!

Rannveig Bjarnadóttir knúsaði kærasta sinn, Gísla Þorgeir Kristjánsson landsliðsmann Íslands í handknattleik, extra vel í Köln.

Leitin að flíspeysupöbbunum!

Fjölmiðlamaðurinn Atli Fannar Bjarkason veltir því fyrir sér hvort það séu fleiri flíspeysupabbar þarna úti, en hann tók nýverið á móti sínu öðru barni með sambýliskonu sinni Lilju Kristjánsdóttur. 

View this post on Instagram

A post shared by Atli Fannar (@atlierfannar)

Stuð og stemning í Hafnarfirði!

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, skemmti sér vel á Þorrablóti FH-inga í Kaplakrika!

Handboltinn ræddur í Framheimilinu!

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, ræddi um handboltann, þjóðmálin og hvernig á að borða sviðakjamma á Þorrablóti Fram um helgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál