Algjör mistök að klæða sig of sexý

Egill Fannar Halldórsson.
Egill Fannar Halldórsson. ljósmynd/aðsent

Egill Fannar Halldórsson er 24 ára ferðabloggari og einn stofnanda ferðaþjónustufyrirtækisins Wake Up Reykjavík sem að sérhæfir sig í því að sýna ferðamönnum höfuðborgina á eins skemmtilegan hátt og mögulegt er.

„Við teljum okkur einfaldlega vera skemmtilegasta ferðaþjónustufyrirtækið á Íslandi,“ segir Egill um Wake Up Reykjavík sem að hann stofnaði ásamt Daníel Andra Péturssyni. „Þetta gengur í raun út á sérstaka matar-, bjór- og næturlífstúra þar sem við leyfum gestum okkar að upplifa Reykjavík í gegnum þessar mismunandi senur, hvert sem það er í gegnum íslenskan mat, bjór eða djamm til dæmis.“

Egill heldur einnig úti skemmtilega blogg og Instagram-síðu þar sem að hann er duglegur að birta fallegum myndum af ferðalögum sínum um Ísland og heiminn allan. Á bloggsíðu sinni gefur hann lesendum sínum allskyns ráð fyrir ferðalög eins og hvernig skal skipuleggja sig og hvar sé best að borða.

Þar sem Egill er mjög ferðavanur ákváðum við hjá Smartlandi að spyrja hann hvernig sé best að undirbúa sig fyrir stærstu ferðahelgi Íslands, verslunarmannahelgina.

Egill hefur ferðast langmest um Suðurlandið en er að skipuleggja ...
Egill hefur ferðast langmest um Suðurlandið en er að skipuleggja ferð um Vestfirði í ágúst.

Hægt er að fylgjast með Agli á Instagram hér

Hvert ert þú að fara um verslunarmannahelgina?

Það er náttúrulega alveg hræðilegt að segja frá því hér en ég verð heima í Reykjavík á þessari mestu ferðahelgi ársins. Ég er sem betur fer búinn að ná að ferðast þokkalega mikið innanlands í sumar en ég ætla að leyfa samstarfsfélögum mínum að dansa frá sér allt vit í Vestmannaeyjum á meðan ég sé um reksturinn í borginni á meðan. Ég mun keyra í gang góða stemmingu á veitingastöðum og börum borgarinnar með gesti frá hinum ýmsu heimshornum á meðan!

Hvað er uppáhaldsstaðurinn þinn á Íslandi?

Vá! Þetta er ekkert lítið erfið spurning og úr gjörsamlega óteljandi stöðum að velja. Ég ferðast lang mest um Suðurlandið þar sem það er bæði alveg pakkað af perlum en líka svo aðgengilegt frá Reykjavík. Ég er hvað mest spenntur fyrir Vestfjörðunum núna og er að skipuleggja ferð þangað í Ágúst en annars þykir mér Vestmannaeyjar líka vera einn alfallegasti staður landsins, svona fyrir lætin á Þjóðhátíð alla vega!

Hver er þín besta minning frá verslunarmannahelgi?

Besta verslunarmannahelgar minningin mín verður eiginlega án nokkurs vafa að vera Þjóðhátíð í Vestmanneyjum 2013. Þá var rosalega margt, rosalega gott í gangi. Í fyrsta lagi var ég að fara á Þjóðhátíð í fyrsta skiptið sem var náttúrulega alveg ógleymanlega upplifun. Auk þess var ég yfir helgina að hrista kokteila og elda á veitingastaðnum Slippnum í Vestmannaeyjum í frábærum félagsskap. Síðast en ekki síst var ég farinn að stinga saman nefjum með kærustunni minni, henni Tönju Ýr, á þessum tíma svo við vorum mikið að syngja og dansa saman í brekkunni. Það er klárlega það sem er eftirminnilegast frá helginni.

Egill segir mikilvægt að vera í gammósíum, góðri peysu og ...
Egill segir mikilvægt að vera í gammósíum, góðri peysu og ullarsokkum í útilegum.

Hverju klæðist þú í útilegum?

Mér finnst einfaldlega ómögulegt að fara í útilegu og vera ekki í góðri lopapeysu. Það er bara eins íslenskt og það gerist. Annars er þetta þunn lína þar sem þú þarft alltaf að klæða þig vel en á sama tíma langar þig kannski að líta alveg þokkalega út. Ég er að vinna mikið með fallega lopapeysu, Cintamani-regnjakka til þess að skýla fyrir vindi og rigningu, gamlar gallabuxur sem ég er ekki hræddur við að skíta út og gönguskó. Svo hika ég ekki við að hoppa í innanundirgammósíur (er þetta virkilega orð?) og föðurland þegar það byrjar að kólna. Það eru einhvern veginn önnur lögmál sem gilda um það hvað er sexý og hvað ekki þegar maður er í útilegu.

Hver er þín uppáhaldsyfirhöfn?

Uppáhalds yfirhöfnin mín verður að vera einn svakalegur jakki sem ég keypti í Marokkó fyrr á þessu ári. En fyrir útilegur þá gríp ég oftast í gulan Cintamani-regnjakka sem er skjól fyrir öllum veðrum og vindum!

Hvernig klæðir maður sig smart en líka eftir veðri?

Eins og ég kom létt inn á hér fyrir ofan þá er mikilvægt að vera með góðar gammósíur og föðurland en ullarsokkar eru líka algjör nauðsyn. Sjálfum finnst mér svolítið lúðalegt að vera með húfu en í útilegum getur það alveg breytt kvöldinu að vera með eitthvað til að loka hitann inni í líkamanum og búa til ullarsamloku með ullarsokkum og húfu!

Uppáhaldsyfirhöfn Egils í útilegum er gulur regnjakki frá Cintamani.
Uppáhaldsyfirhöfn Egils í útilegum er gulur regnjakki frá Cintamani.

Hvað er mikilvægast að taka með sér í útilegur?

Lopapeysu, áfengi sem hægt að drekka ekki kalt og ótrúlega góðan mat sem hægt er að hafa tilbúinn hvenær sem er. Það eru alltaf allir svangir í útilegu!

Hver eru mestu mistök sem maður getur gert í útilegum?

Það eru hræðileg mistök að klæða sig rosalega sexý en verða svo kalt þegar það tekur að dimma og eiga ekkert hlýtt eða vera hræddur um að skíta út fínu fötin. Það er órjúfanlegur hluti af útilegu að vera úti í smá kulda og að sitja í grasinu svo það er mikilvægt að klæða sig eftir því.

Hver er uppskriftin á hinni fullkomnu verslunarmannahelgi?

Fullkominni verslunarmannahelgi verður að vera eytt úr bænum og lykilhráefnið er alltaf að hafa gott fólk í kringum sig. Hvort sem það eru vinir, maki eða fjölskylda.

Egill og kærastan hans hún Tanja Ýr.
Egill og kærastan hans hún Tanja Ýr.
mbl.is

Einbýlin sem kosta yfir 160 milljónir

19:19 Dýrustu einbýlishúsin á höfuðborgarsvæðinu eru bæði ný og gömul staðsett á Nesinu sem og í Kópavogi.   Meira »

Kristbjörg tárast yfir flutningunum til Katar

16:15 Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari og eiginkona Arons Einars Gunnarssonar er hræð yfir því að fjölskyldan sé að flytja frá Cardiff til Katar. Meira »

Svona færðu besta verðið fyrir eignina þína

13:00 Fasteignasalinn Páll Heiðar Pálsson segir að það skipti miklu máli að verðleggja sig ekki út af markaðnum og ákveðnir þættir þurfi að vera í lagi. Hann segir að það séu margir þættir sem hafi áhrif á söluverð fasteigna. Meira »

Hvort á ég að velja SPF 50 eða 30?

10:00 „Ég er að fara til Marokkó þar sem sólin er sterk. Er sólarvörn með SPF-þætti 50 betri en sólarvörn með SPF-þætti 30? Eða skiptir það engu máli?“ Meira »

Heilbrigðari án skorinna magavöðva

05:00 Skornir magavöðvar til marks um hamingju og heilbrigði. Þjálfarinn Marie Wold var aðallega svöng þegar hún fékk loksins „six-pack“. Meira »

Selma frumsýndi kærastann í kvöld

Í gær, 22:37 Selma Björnsdóttir er komin á fast en fyrr í kvöld frumsýndi hún kærastann á Instagram. Hann heitir Kolbeinn Tumi Daðason og er fréttastjóri á Vísi.is. Meira »

„Mamma er heltekin af útlitinu“

í gær Þannig er að ég á mömmu sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Ég bý enn þá heima. Hún og pabbi eru nýskilin og mamma hefur brugðist við með endalausri líkamsrækt. Hún er heltekin af eigin líkamsþyngd, stelur fötunum mínum og snyrtivörunum og skiptir sér í tíma og ótíma af því hvernig ég lít út. Meira »

Frumsýning á Matthildi

í gær Söngleikurinn Matthildur var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardaginn og var mikil gleði í húsinu.   Meira »

Ragnar á Brandenburg selur glæsiíbúðina

í gær Ragnar Gunnarsson, einn af eigendum Brandenburg-auglýsingastofunnar, hefur sett íbúð sína við Grandaveg á sölu.   Meira »

Dreymir um kúrekastígvél fyrir vorið

í gær „Mig dreymir um kúrekastígvél og hélt svo innilega að ég myndi ekki segja þetta alveg strax, finnst svo stutt síðan að sú tíska var síðast en það sýnir að tískan fer hratt í hringi. Ég átti ein frá GS skóm á sínum tíma en seldi þau því miður á fatamarkaði fyrir ekki svo löngu.“ Meira »

Finnur til eftir samfarir - hvað er til ráða?

í gær „Ég er búin að vera i sambandi í 2 ár og mjög oft fengið sveppasýkingu/þvagfærasýkingu. Veit ekki alveg muninn, en hef fengið þetta svona 10-15 sinnum og oft slæmt degi eftir samfarir.“ Meira »

Veganvænir hárlitir sem endurlífga hárið

í gær Lilja Ósk Sigurðardóttir er hrifin af öllu sem er vegan og þess vegna varð hún að prófa ný hárskol frá Davines því þau eru ammóníaklaus. Meira »

Fetaði óvart í fótspor Sigmundar Davíðs

í fyrradag Þingkona í Bandaríkjunum tók upp á því á dögunum að mæta í ósamstæðum skóm í vinnuna. Hún er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem hefur tekið upp á því. Meira »

Birgitta mætti með nýja hundinn sinn

18.3. Það var margt um manninn á viðburði í verslun 66°Norður á Laugavegi á föstudaginn þar sem því var fagnað að sumarlína 66°Norður og danska kvenfatamerkisins Ganni er komin í sölu. Meira »

Lúðvík og Þóra selja höll við sjóinn

18.3. Lúðvík Bergvinsson og Þóra Gunnarsdóttir hafa sett falleg hús sem stendur við sjóinn á sölu. Fasteignamat hússins er rúmlega 121 milljón. Meira »

Starfsmenn Árvakurs kunna að djamma

18.3. Það voru allir á útopnu á árshátíð Árvakurs á Grand hóteli á laugardaginn var. Boðið var upp á framúrskarandi mat og skemmtiatriði. Eins og sjá má á myndunum leiddist engum. Meira »

Stolt að eignast þak yfir höfuðið

18.3. Vala Pálsdóttir, ráðgjafi og formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, keypti sína fyrstu íbúð 25 ára gömul. Hún segir að þessi íbúðarkaup hafi gert hana sjálfstæða og lagt grunn að framtíðinni. Meira »

Íbúðin var tekin í gegn á einfaldan hátt

17.3. Það er hægt að gera ótrúlega hluti með því að breyta um lit á eldhúsinnréttingu, taka niður skáp og skipta um parket eins og gert var í Vesturbænum. Meira »

Er sólarvörn krabbameinsvaldandi?

17.3. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð hvort sólarvörn sé krabbameinsvaldandi. Meira »

Varalitirnir sem draga úr hrukkum

17.3. Þegar ég opnaði svartan og glansandi kassann birtust mér sex gulllituð varalitahulstur sem hver innihéldu tæran, bjartan lit. Pakkningarnar gáfu strax til kynna að þarna væri um að ræða varaliti sem væru stigi fyrir ofan hina hefðbundnu varalitaformúlu. Meira »

Að sýsla með aleigu fólks er vandasamt

17.3. Hannes Steindórsson segir að starf fasteignasala sé nákvæmnisvinna og það skipti máli að fasteignasali sé góður í mannlegum samskiptum. Meira »