13 hárburstar með í heimsóknina

Katrín verður vel greidd í Svíþjóð og Noregi.
Katrín verður vel greidd í Svíþjóð og Noregi. mbl.is/AFP

Katrín hertogaynja er í fjögurra daga opinberri heimsókn í Svíþjóð og Noregi ásamt eiginmanni sínum, Vilhjálmi Bretaprins. Það er ekki nóg að vera með föt fyrir hvert tilefni í slíkri heimsókn en hárgreiðslukona hertogaynjunnar pakkaði meðal annars 13 hárburstum. 

Katrín er þekkt fyrir fallega blásið hár en Amanada Cook Tucker hefur séð um hár hennar síðan árið 2012 og fylgir Katrínu á fæðingardeildina sem og í opinberar heimsóknir. Cook Tucker birti mynd á Instagram þar sem hún pakkaði niður hárgreiðsludóti fyrir fjögurra daga heimsóknina. 

Á meðal þess sem Cook Tucker notar til þess að gera hárið á hertogaynjunni óaðfinnanlegt eru 13 hárburstar, sex greiður, þrjú krullujárn og einn hárblásari. Góð efni gera hárið betra og dugar ekki bara eitt hársprey eins og sést á myndinni. 

Katrínu skortir ekki hárbursta á ferðlagi sínu um Svíþjóð og …
Katrínu skortir ekki hárbursta á ferðlagi sínu um Svíþjóð og Noreg. skjáskot/Instagram

Hver bursti hefur sinn tilgang þó svo að margar konur komist upp með að eiga einn hárbursta. Stjörnuhárgreiðslumaðurinn Jason Collier lagði sitt mat á farangurinn í viðtali við Daily Mail. Segir hann að burstar með hárum allan hringinn séu nauðsynlegir til þess að skapa einkennisgreiðslu Katrínar, slegið og vel blásið hár. 



Katrín hertogaynja.
Katrín hertogaynja. mbl.is/AFP
Katrín hertogaynja.
Katrín hertogaynja. mbl.is/AFP
Katrín hertogaynja.
Katrín hertogaynja. AFP
Vilhjálmur og Katrín.
Vilhjálmur og Katrín. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál