Endurlífgaðu húðina eftir veturinn

Á þessum árstíma þrá margir að fá örlítið frísklegri húð …
Á þessum árstíma þrá margir að fá örlítið frísklegri húð eftir veturinn. mbl.is/ThinkstockPhotos

Þegar við komum undan vetri er spegilmyndin ekki alltaf upp á sitt besta. Stormur og rigning hefur barið á húðinni og hitabreytingar búnar að koma henni í ójafnvægi með tilheyrandi yfirborðsþurrki. Það er auðvelt að snúa þessu öllu við með góðum húðvörum og mætti segja að endurlífgun húðarinnar sé jafnmikilvæg og hin árlega vorhreinsun.

Dauðar húðfrumur fjarlægðar

Fljótlegasta leiðin til að sjá glitta aftur í ljóma húðarinnar er að fjarlægða dauðar húðfrumur af yfirborðinu. Þú getur valið á milli ávaxtasýru, sem fjarlægir dauðar húðfrumur á mjög jafnan hátt og getur hentað viðkvæmri húð betur, eða kornaskrúbb, sem veitir samstundis árangur. Ef þú ert með olíukennda eða óhreina húð skaltu tileinka þér frekar BHA-sýru, sem leysir upp fitu, en ef húðin þín er í þurrara lagi skaltu skoða AHA-sýru, sem vinnur aðallega á yfirborðinu. Kornaskrúbbur er auðvitað alltaf klassískur og það er sniðugt að eiga til dæmis duft sem þú blandar út í andlitshreinsinn þinn og gerir hann að kornahreinsi.

Bare Minerals Mix.Exfoliate.Smooth., 5.499 kr.
Bare Minerals Mix.Exfoliate.Smooth., 5.499 kr.
Paula’s Choice Skin Perfecting 2% BHA Liquid, 5.990 kr. (Fotia)
Paula’s Choice Skin Perfecting 2% BHA Liquid, 5.990 kr. (Fotia)
Paula’s Choice Skin Perfecting 8% AHA Gel, 5.990 kr. (Fotia)
Paula’s Choice Skin Perfecting 8% AHA Gel, 5.990 kr. (Fotia)


Raki, raki, raki

Aukin rakagjöf getur slétt úr fínum línum og gert húðina þrýstnari ásýndar, ekki veitir af eftir veturinn. Gakktu skrefinu lengra í rakagjöfina og tileinkaðu þér rakavatn, sem þú setur á húðina fyrir rakakrem, og rakasprey sem þú spreyjar yfir húðina í tíma og ótíma til að halda rakastiginu í botni. Eitt allra flottasta rakaspreyið á markaðnum er Chanel Sublimage La Brume en þó það kosti sitt er það hverrar krónu virði. Umbúðirnar eru stórfenglegar og formúlan býr yfir öflugum andoxunaráhrifum sem draga úr myndun öldrunareinkenna.

Chanel Hydra Beauty Micro Liquid Essence, 13.499 kr.
Chanel Hydra Beauty Micro Liquid Essence, 13.499 kr.
Chanel Sublimage La Brume Intense Revitalizing Mist, 36.999 kr.
Chanel Sublimage La Brume Intense Revitalizing Mist, 36.999 kr.

Næring fyrir húðina

Gott rakakrem leikur lykilhlutverk í góðri húðumhirðu og með hlýnandi veðri getum við leyft okkur aðeins léttari rakakrem. Prófaðu að bera vel af rakakreminu á húðina fyrir svefninn og leyfa því að ganga inn í húðina yfir nóttina.

Herbivore Pink Cloud Rosewater Moisture Creme, 8.499 kr. (Nola)
Herbivore Pink Cloud Rosewater Moisture Creme, 8.499 kr. (Nola)
Biotherm Life Plankton Sensitive Emulsion, 5.999 kr.
Biotherm Life Plankton Sensitive Emulsion, 5.999 kr.
Guerlain Abeille Royale Day Cream, 11.224 kr.
Guerlain Abeille Royale Day Cream, 11.224 kr.

Andlitsmaski

Hverjum líður ekki vel eftir andlitsmaska? Mikið úrval er af andlitsmöskum á markaðnum en nýlega komu tveir nýir maskar á markaðinn sem fönguðu athygli mína. Fyrst ber að nefna LancômeAdvanced Génifique Hydrogel Melting Mask en þetta er gelmaski sem býr yfir miklu magni af Bifidus-þykkni og rakagefandi innihaldsefnum sem bráðna inn í húðina, mjög hentugur fyrir skjótan árangur. Seinni maskinn er Origins Mega-Mushroom Relief & Resilience Soothing Face Mask sem er sérstaklega ætlaður til að sefa húðina og styrkja hana. Formúlan inniheldur m.a. reishi-, chaga- og coprinus-sveppi til að draga úr roða og öðrum óþægindum í húðinni.

LancômeAdvanced Génifique Hydrogel Melting Mask, 1.799 kr.
LancômeAdvanced Génifique Hydrogel Melting Mask, 1.799 kr.
Origins Mega-Mushroom Relief & Resilience Soothing Face Mask, 8.199 kr.
Origins Mega-Mushroom Relief & Resilience Soothing Face Mask, 8.199 kr.

Sérhæfð meðferð

Sérhæfðu húðumhirðu þína eftir þörfum húðarinnar hverju sinni, stundum þarf að vinna gegn roða, næra eða hreinsa húðina upp. Nýlega uppgötvaði ég ástralska merkið Esmi sem gerir frábærar formúlur sem sérhæfðar eru til að takast á við hin ýmsu húðvandamál. Formúlurnar eru vegan, cruelty free og státa af háu magni af virkum innihaldsefnum. Hægt er að fá formúlu m.a. gegn roða, til að auka raka, til að næra, til að hreinsa og til að auka ljóma húðarinnar.

Esmi Skin Treat, 8.490 kr. (Lineup.is)
Esmi Skin Treat, 8.490 kr. (Lineup.is)

Tileinkaðu þér vörur með C-vítamíni

Eitt vinsælasta innihaldsefnið í húðumhirðu er C-vítamín en það virðist vinna á flestum húðvandamálum, þéttir húðina og eykur ljóma hennar ásamt því að jafna húðlitinn. Hver þarf ekki svona allra meina bót fyrir vorið?

Helena Rubinstein Force C Booster Fluid, 17.899 kr.
Helena Rubinstein Force C Booster Fluid, 17.899 kr.
Skyn Iceland Arctic Hydration Rubberizing Mask with Vitamin C, 4.990 …
Skyn Iceland Arctic Hydration Rubberizing Mask with Vitamin C, 4.990 kr.

Næturmeðferð

Til að ýta undir endurlífgun húðarinnar getur verið sniðugt að grípa í sérstakar næturmeðferðir tvisvar í viku og vakna upp með vel nærða húð. Á næturnar endurnýjar húðin sig og hreinsar og því gott að ýta aðeins undir það ferli.

Chanel Hydra Beauty Masque De Nuit Au Camélia, 11.399 kr.
Chanel Hydra Beauty Masque De Nuit Au Camélia, 11.399 kr.
Herbivore Moonfruit Superfruit Night Treatment, 8.499 kr. (Nola)
Herbivore Moonfruit Superfruit Night Treatment, 8.499 kr. (Nola)
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál