18 missa vinnuna hjá Ivanka Trump

Ivanka Trump hefur ákveðið að leggja krafta sína í stjórnmál …
Ivanka Trump hefur ákveðið að leggja krafta sína í stjórnmál og er í innsta hring föður síns í Hvíta húsinu um þessar mundir. AFP

Nýjustu fréttir frá Business of Fashion herma að Ivanka Trump hafi tekið þá ákvörðun að loka tískuveldinu sínu um ótilgreindan tíma. Tískuveldið sem ber nafn hennar hefur verið til frá árinu 2011 og er markhópur þess útivinnandi konur. 

Sölutölur fyrir árið 2016 voru góðar, þar sem heildsala fór upp um 61% og hagnaður fyrirtækisins var 47,3 milljónir bandarískra dollara. Hins vegar snérust viðskiptin við í fyrra þegar verslanir á borð við Neiman Marcus og fleiri, tóku varning forsetadótturinnar úr hillum sínum. 

Eins er sú ákvörðun Ivanka Trump um að hætta að starfa fyrir vörumerkið og byrja að starfa fyrir föður sinn í fyrra talin hafa haft áhrif á rekstur fyrirtækisins.

Þeir sem eru óánægðir með Trump sem forseta hafa verið duglegir að tala fyrir því að vörur frá dóttur hans verði ekki keyptar. Sökum þessa hefur Ivanka Trump tekið þá ákvörðun að hætta með fyrirtækið um sinn. Eins hafa sérfræðingar á sviði hönnunar og tísku haldið því fram að hún vinni ekki grunnvinnuna þegar kemur að hugmyndarvinnu og sníðagerð sem veldur því að sumt af því sem boðið hefur verið upp á frá tískuhúsinu er tekið að þeirra mati frá öðrum hönnuðum. 

Smiling because it's Friday and new dresses just launched on IvankaTrump.com!

A post shared by Ivanka Trump HQ (@ivankatrumphq) on Jul 20, 2018 at 8:22am PDT

Þeir átján starfsmenn sem hafa unnið í fyrirtækinu hennar var öllum sagt upp störfum síðasta þriðjudag. Ivanka Trump mun halda áfram að eiga vörumerkið og sjá svo til í framtíðinni hvort henni finnist markaðurinn tilbúinn fyrir vörurnar. 

Þeir sem hafa fylgst með viðskiptahlið tískuiðnaðarins vita að fjölmörg fyrirtæki þurfa að loka um sinn. Frægust er án efa saga Coco Chanel sem lokaði tískuhúsinu sínu um tíma en opnaði svo aftur þegar hún fékk inn fjárfesta sem vildu koma ilmvatninu hennar aftur af stað og fjárfestu þar af leiðandi í fatnaði hennar.

Það sama er upp á teningnum með tæknifyrirtæki. Tækniþróunarsjóðir víðsvegar um heiminn sem og fjárfestar leggja fjármagn inn í fyrirtæki sem stundum ganga upp en stundum verður viðskiptahugmyndin að einhverju öðru eða hugmyndin gengur ekki upp. Það verður hins vegar alltaf til þekking inn í frumkvöðlafyrirtækjum sem nýtist öllu samfélaginu.

Það getur verið flókið að tengja tískuhús við stjórnmál eins og Trump er að upplifa. En þá er án efa að mati sérfræðinga gott að bíða ekki of lengi með að loka þegar hlutirnir ganga ekki upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál