Eitt heitasta merkið í bransanum í dag

Hjónin Laura Vassar og Kristopher Brock kynntust í Parsons og …
Hjónin Laura Vassar og Kristopher Brock kynntust í Parsons og stofnuðu saman Brock Collection. Ári síðar giftu þau sig.

Brock Collection er nýtt vörumerki sem vert er að fylgjast með ef marka má erlenda fjölmiðla. Stofnendur fyrirtækisins, þau Kristopher Brock og Laura Vassar, kynntust í Parsons-hönnunarskólanum. Á skömmum tíma urðu þau miklir vinir sem síðan leiddi til þess að þau stofnuðu tískuhúsið og seinna giftu sig. 

Þau eru nú búsett í Los Angeles þar sem klæðskeraverkstæði þeirra er staðsett. Það sem þykir einstakt við fatnaðinn frá Brock Collection eru sniðin og efnin. Eins þykir margt nýtt og fallegt að koma frá þeim. Skemmtilegt sambland af þægindum og fagurfræði. 

Stjörnur á borð við Alicia Vikander, Zoe Saldana, Emily Ratajkowski, Jennifer Lawrence og Margot Robbie eru aðdáendur og birta jafnan myndir af sér í fatnaði frá Brock Collection.  

Tatler fjallaði nýverið um heitustu tískuhúsin sem vert væri að leggja á minnið og var Brock Collection að sjálfsögðu eitt þeirra.

View this post on Instagram

@emrata wearing the ‘Devin’ dress while attending Paris Fashion Week. #resort2018 #brockbabe

A post shared by B R O C K C O L L E C T I O N (@brockcollection) on Sep 26, 2017 at 8:48am PDT







mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál