Blómstrandi fósturlandsins Freyjur

Blómadragt úr Selected.
Blómadragt úr Selected.
Blómstrandi ferðataska frá Gucci. Hún fæst á Net-a-porter.com.
Blómstrandi ferðataska frá Gucci. Hún fæst á Net-a-porter.com.

Sumardagurinn fyrsti rann upp bjartur og fagur og síðan þá hefur nokkrum sinnum verið hægt að fara berfættur í skóm út úr húsi. Í framhaldinu bárust fréttir af því að aprílmánuður hefði verið sá hlýjasti í langan tíma. Þetta ýtti svo sannarlega undir bjartsýni um að sumarið yrði ein samfelld sólarlest og hér væri hægt að spranga um í blómstrandi og léttum sumarfötum án þess að sýna mikla áhættuhegðun.

Segjum sem svo að sumarið verði milt og dásamlegt þá er ekki úr vegi aðsporta sig svolítið í fallegum sumarfötum, setja á sig örlítið brúnkukrem og örlítið brons í kinnarnar. Nú ef sumarið verður eins og í fyrra þá má alltaf fari í þunn ullarföt undir blómakjólana enda ætla landsins spariskór ekkert að láta veðrið stoppa sig.

Brúnkukremið frá Marc Inbane getur bjargað málunum.
Brúnkukremið frá Marc Inbane getur bjargað málunum.

Sumarið 2019 verður sumar blómamunstranna. Þá er ekki bara verið að tala um um létta síða sumarkjóla heldur munstraðar blómadragtir. Það sem er sniðugt við dragtir með blómamunstri er að þær hafa í raun þríþætt notagildi. Hægt er að nota buxurnar og jakkann saman en svo er hægt að nota buxurnar einar og sér við létta toppa og svo má alltaf fara í jakkann við gallabuxur eða hvítar gallabuxur. Við þennan pakka er fallegt að vera í ljósum lakkskóm og sleppa sokkunum. Ef ristarnar eru fölar og litlausar eftir veturinn má úða smá brúnku frá Marc Inbane yfir. Bara svona rétt til að fæturnir líti ekki út fyrir að tilheyra annarri manneskju. Sumir flaska nefnilega á því að mála andlitið í öllum heimsins litum en gleyma öðrum útlimum. Þá verðum við svolítið eins og höfum verið send á dúkkuspítalann og vitlausir handleggir eða fótleggir hafi verið límdir á. Hindar vönduðu og góðu fósturlandsins Freyjur ætla ekki að láta hanka sig á þessu.

Jakki frá Selected.
Jakki frá Selected.
Buxur frá Selected.
Buxur frá Selected.
Pungur frá Gucci passar við sumardressið. Hann fæst á Net-a-porter.com.
Pungur frá Gucci passar við sumardressið. Hann fæst á Net-a-porter.com.
Þessi blómakjóll fæst í Selected.
Þessi blómakjóll fæst í Selected.
Blómadress frá Zöru.
Blómadress frá Zöru.
Fallegir skór sem fást í GS skóm.
Fallegir skór sem fást í GS skóm.
Það er vel hægt að mæta í grillpartý í þessu …
Það er vel hægt að mæta í grillpartý í þessu dressi úr Zöru.
Blómamunstur hafa sjaldan verið vinsælli. Þessi föt eru frá Zöru.
Blómamunstur hafa sjaldan verið vinsælli. Þessi föt eru frá Zöru.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál