Hnetuskrúbbur Kylie gerir allt vitlaust

Kylie kynnti nýjustu snyrtivörulínu sína á Instagram í síðustu viku.
Kylie kynnti nýjustu snyrtivörulínu sína á Instagram í síðustu viku. AFP

Samfélagsmiðla- og raunveruleikaþáttastjarnan Kylie Jenner gefur út húðvörulínu, Kylie Skin, í næstu viku, en andlitsskrúbbur í línunni hefur fengið mikil viðbrögð. Ástæðan er sú að skrúbburinn inniheldur valhnetur. Kylie kynnti vöruna á Instagram í síðustu viku og sagðist sjálf nota hann 2-3 í viku.

Ný húðvörulína Kylie Jenner fer í sölu eftir helgi.
Ný húðvörulína Kylie Jenner fer í sölu eftir helgi. skjáskot/Instagram

Fjöldi fólks hefur bent á það að valhnetur séu ekki góðar í skrúbba þar sem þær rífa upp húðina og valda litlum sárum á efsta lagi húðarinnar, í stað þess að þrífa hana. Þetta slæma áreiti getur leitt af sér hrukkur og fínar línur. 

Sérfræðingar segja þó að engar rannsóknir séu til sem styðji það að valhnetur valdi litlum sárum á húðinni. Það er óljóst hversu grófar eða fínar agnirnar eru í skrúbbnum, en hann kemur ekki á markað fyrr en í næstu viku. 

View this post on Instagram

walnut face scrub. $22 #kylieskin may 22

A post shared by @ kylieskin on May 14, 2019 at 9:48am PDT
mbl.is