Stjörnur sem hafa farið í lýtaaðgerðir

Fergunaraðgerðir eru algengar í heimi þeirra ríku og frægu.
Fergunaraðgerðir eru algengar í heimi þeirra ríku og frægu. Samsett mynd

Ekki eru allar stjörnur sem vilja viðurkenna að hafa farið í fegrunar- eða lýtaaðgerir. Það eru þó sumar sem hafa talað um það eins og fram kemur á vef Us Weekly. Sumar stjörnur eru ánægðar með þær aðgerðir sem þær hafa farið í á meðan aðrar sjá eftir þeim. 

Jessica Simpson

Í sjálfsævisögunni Open Book greinir Simpson frá magaminnkunaraðgerðum sem hún fór í árið 2015. Vildi söngkonan fjarlægja slitför og lausa húð eftir að hafa eignast tvö börn á stuttum tíma. Segist hún hafa skammast sín fyrir líkama sinn. 

Jessica Simpson lét laga á sér magann eftir fyrstu tvær …
Jessica Simpson lét laga á sér magann eftir fyrstu tvær meðgöngurnar. AFP

Sharon Osbourne

Raunveruleikastjarnan hefur farið í fjölda lýtaaðgerða og skammast sín ekki fyrir það. Síðasta sumar lét hún lagfæra á sér andlitið og greindi frá því opinberlega. 

Sharon Osbourne er hreinskilin.
Sharon Osbourne er hreinskilin. mbl.is/ Cover Media

Cardi B

Rappkonan er þekkt fyrir hreinskilni og greindi frá því að hún hefði látið lyfta brjóstunum og farið í fitusog tæpu ári eftir að hún eignaðist sitt fyrsta sumarið 2018.

Cardi B hefur ekkert að fela.
Cardi B hefur ekkert að fela. AFP

Courteney Cox

Friends-leikkonan hefur talað opinberlega um fegrunaraðgerðir sem hún fór í á tímabili. Eins og algengt er gekk hún of langt. Árið 2017 greindi hún frá því að fyllingarnar í andlitinu væru farnar. Hún væri eins náttúruleg og hún gæti verið og ánægðari fyrir vikið. 

Courteney Cox gekk of langt en er nú aftur orðin …
Courteney Cox gekk of langt en er nú aftur orðin náttúruleg. AFP

Kylie Jenner

Jenner er þekkt fyrir stórar varir og er það ekki bara snyrtivörum hennar að þakka. Hún hefur oft látið sprauta í varir sínar. Hún hefur lítið talað um aðrar aðgerðir. 

Kylie Jenner hefur að minnsta kosti látið eiga við varir …
Kylie Jenner hefur að minnsta kosti látið eiga við varir sínar. AFP

Jane Fonda

Hin 82 ára gamla leikkona hefur talað opinskátt um þær fegrunaraðgerðir sem hún hefur farið í. Sagðist hún eitt sinn óska þess að hún hefði verið nógu hugrökk til þess að fara ekki í fegrunaraðgerðir. 

Jane Fonda var tíður gestur á stofum lýtalækna.
Jane Fonda var tíður gestur á stofum lýtalækna. AFP

Ariel Winter

Ólíkt mörgum stjörnum fór Modern Family-leikkonan Ariel Winter ekki í brjóstastækkun heldur í brjóstaminnkun. Þegar hún var 17 lét hún minnka brjóstin á sér og hjálpaði það henni að vinna bug á bakverkjum auk þess sem sjálfstraust hennar jókst.

Ariel Winter er ánægð með minni brjóst.
Ariel Winter er ánægð með minni brjóst. AFP

Kelly Rowland

Destiny's Child-söngkonan Kelly Rowland lét stækka á sér brjóstin. Hún var ekki nema 18 ára þegar hugmyndin kom upp en móðir hennar og móðir Beyoncé hvöttu hana til að bíða. Tíu árum seinna tók hún meðvitaða ákvörðun um að fara í brjóstastækkun.

Kelly Rowland vildi stærri brjóst.
Kelly Rowland vildi stærri brjóst. AFP

Ashlee Simpson

Söngkonan lét laga á sér nefið. Fór það ekki fram hjá aðdáendum hennar. „Svo lengi sem þú ert með tvö augu veist þú líklega svarið,“ sagði Simpson eitt sinn þegar hún var spurð út í breytingarnar á nefinu. 

Ashlee Simpson lét breyta nefinu.
Ashlee Simpson lét breyta nefinu. AFP
mbl.is