Í 20 ára gömlum bol af mömmu

Mæðgurnar Ava Sambora og Heather Locklear í sama bolnum með …
Mæðgurnar Ava Sambora og Heather Locklear í sama bolnum með 20 ára millibili. Samsett mynd

Hin 22 ára gamla Ava Sambora er farin að stelast í fataskápinn hennar mömmu sinnar, Heather Locklear. 

Ava birti mynd af sér í vikunni í 20 ára gömlum Bon Jovi-bol sem er í eigu móður hennar. Locklear klæddist bolnum árið 2000 þegar hún var í sumartúr með ABC. Locklear var þá gift barnsföður sínum, Richie Sambora, en hann er gítarleikari hljómsveitarinnar Bon Jovi.

Mæðgurnar eru alls ekki ólíkar og mætti segja að hin unga Ava sé 22 ára gömul útgáfa af móður sinni. 

Ava útskrifaðist nýlega frá Loyola Marymount-háskólanum í Los Angeles. Vegna kórónuveirunnar fór útskriftarathöfnin fram á netinu. 

Ava Sambora í Bon Jovi-bol móður sinnar.
Ava Sambora í Bon Jovi-bol móður sinnar. Skjáskot/instagram
mbl.is