Þórdís hefur þróað nýja aðferð við svuntuaðgerðir

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica hefur í áratug þróað sína aðferð við svuntuaðgerðir. Í stað þess að strekkja skinnið niður og sauma þá saumar hún naflann niður sem gerir það að verkum að fólk fær fallegri línur.

Á þessum áratug hefur Þórdís gert 200 slíkar aðgerðir og allar án þess að nota dren. Hún segir að þessi aðferð hafi margar jákvæðar hliðar eins og að sjúklingar komist fyrr á fætur og þurfi ekki dren.

„Það sem fékk mig til að breyta um aðferð var að reyna að hjálpa konum að komast fyrr á fætur og losna við þessi dren. Þessi aðferð minnkar togið á saumunum,“ segir Þórdís.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál