Er þetta stóll eða veski?

Taska eða stóll?
Taska eða stóll? Samsett mynd

Stóll eða veski? Það er ekki oft sem fólk ruglast á þessum tveimur hlutum en það er þó einmitt málið með hlut frá tískufyrirtækinu Area. Reyndar er umræddur hlutur skilgreindur sem taska í netverslunum en við fyrstu sýn er erfitt að sjá hvernig eitthvað rúmast í „töskunni“.

Hluturinn kostar 815 pund í netversluninni FarFatch eða rúmlega 140 þúsund íslenskar krónur. Taskan er uppseld í netverslun Nordstrom. Taskan eða stóllinn er hannaður eins og klappstóll en skreyttur kristöllum, sem skýrir að einhverju leyti verðið. 

„Áhugamál mitt er að finna fáránlega hluti til sölu á Nordstrom. Þetta gæti verið besti fundur minn hingað til,“ skrifaði twitternotandi sem vakti athygli á töskunni. 

mbl.is