Byltingakennd nýjung frá BIOEFFECT

Arna Rúnarsdóttir stjórnandi próteintæknideildar, Hilmar Viðarsson stjórnandi heilbrigðisvísindadeildar, Þórdís Þorvarðardóttir …
Arna Rúnarsdóttir stjórnandi próteintæknideildar, Hilmar Viðarsson stjórnandi heilbrigðisvísindadeildar, Þórdís Þorvarðardóttir stjórnandi í þróun og blöndun húðvara, Björn Örvar framkvæmdastjóri vísinda og viðskiptaþróunar, Liv Bergþórsdóttir forstjóri og Jón Már Björnsson framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar.

Húðvörumerkið BIOEFFECT kynnir í dag byltingakennda nýjung, EGF Power Cream. Kremið sem er ný komið á markað er þegar búið að vinna til verðlauna en það var valið besta nýja varan á Women & Home Beauty Awards í Bretlandi en verðlaunin voru kynnt í gær. 

„Við höfum hingað til sérhæft okkur í EGF serum húðvörum en nú er EGF loks fáanlegt í andlitskremi. Við höfum undirbúið þetta nýja krem í langan tíma og erum afar stolt af útkomunni,“ segir Liv Bergþórsdóttir. 

Auk EGF Power Cream hefur BIOEFFECT kynnt nýtt slagorð, „Embrace the Effect“, sem vísar í virkni varanna og þann árangur sem vörurnar hafa í för með sér. 

86% þátttakenda í virknirannsókn BIOEFFECT sögðust „elska kremið“.
86% þátttakenda í virknirannsókn BIOEFFECT sögðust „elska kremið“.

BIOEFFECT framkvæmdi 90 daga virknirannsókn á áhrifum EGF Power Cream þar sem 50 íslenskar konur voru fengnar til að nota kremið tvisvar á dag. Vísindateymið notaði Visia Skin Analysis kerfið til að mæla árangurinn. Niðurstöðurnar eru ótvíræðar og sýna fram á að kremið:

- dregur úr ásýnd fínna lína og hrukka um allt að 53%
- dregur úr litabreytingum um allt að 36%
- eykur þéttleika húðar um allt að 60%

„EGF Power Cream markar nýja kynslóð andlitskrema og boðar ákveðin þáttaskil á húðvörumarkaði. Við höfum þróað flókna og einstaka efnaformúlu þar sem EGF-ið okkar, sem við framleiðum úr byggi, gegnir lykilhlutverki. EGF, virka innihaldsefnið í BIOEFFECT húðvörunum dregur úr hrukkum og fínum línum og eykur þéttleika og þykkt húðar. Kremið er kraftmikið og næringarríkt andlitskrem sem inniheldur einungis 23 hrein, náttúruleg og virk efni. Við notuðum einnig virk og áhrifarík efni á borð við sérunnið betaglúkan úr byggi, níasínamíð og órídónín, sem er algjört undraefni fyrir húðina. Í sameiningu styðja og efla þessi einstöku efni náttúrulegt endurnýjunarferli húðarinnar – eins og okkar húðrannsóknir sýndu svo vel. Nýja andlitskremið er afurð áralangrar rannsóknar- og þróunarvinnu og með miklu stolti getum við loksins kynnt EGF Power Cream til sögunnar,“ segir Dr. Björn Örvar, einn af stofnendum BIOEFFECT og framkvæmdastjóri vísinda og viðskiptaþróunar.

BIOEFFECT EGF Power Cream verður fáanlegt í 50ml frá og með deginum í dag, 2. september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál