Íhuguðu báðar að fara í rasslyftingu

Jada Pinkett Smith og dóttir hennar Willow Smith hafa báðar …
Jada Pinkett Smith og dóttir hennar Willow Smith hafa báðar íhugað að láta stækka á sér rassinn í skurðaðgerð.

Leikkonan Jada Pinkett Smith og dóttir hennar Willow Smith hafa báðar íhugað að fara í brasilíska rasslyftingu. Mæðgurnar opnuðu sig um rasslyftingu í spjallþætti sínum Red Table Talk á dögunum. 

„Ég er ánægð að við erum að tala um þetta í dag, rasslyftingar, því ég var að íhuga að fá mér svoleiðis,“ sagði Pinkett Smith í samtali við dóttur sína og móður, Adrienne Bandfield-Norris. 

Hin unga Smith greip þá inn í og sagðist einmitt hafa íhugað það. Að vel athuguðu máli ákvað hún hins vegar að sleppa því og taka ráð móður sinnar um að fara frekar í ræktina. 

„Ég spurði hana hvort hún vildi stærri rass og sagði henni að eitt af því sem ég kynni vel væri að byggja upp rass,“ sagði Pinkett Smith. 

Smith lagði hart að sér í ræktinni og stækkaði rassinn þar. Varð afturendi hennar svo stór að margir töldu að um aðgerð hefði verið að ræða.

mbl.is