Meghan eins og drottning í rauðu

Harry og Meghan voru glæsileg á rauða dreglinum. Meghan var …
Harry og Meghan voru glæsileg á rauða dreglinum. Meghan var flott í rauðum kjól. AFP

Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, mættu á Salute To Freedom-viðburðinn í New York á miðvikudagskvöldið. Hjónin voru í sínu allra fínasta pússi en það er langt síðan þau hafa gengið rauða dregilinn saman. 

Meghan hertogaynja var glæsileg í rauðum kjól frá Carolinu Herrera en kjólinn hannaði listrænn stjórnandi merkisins, Wes Gordon. Fram kemur á instagramsíðu merkisins að kjóllinn sé hluti af haustlínunni 2022 en það á enn eftir að kynna línuna formlega. Kjóllinn var fleginn, með klauf að framan en pilsið var engu að síður mjög íburðarmikið. Meghan var í pinnahælum frá Giuseppe Zanotti við kjólinn. 

Harry og Meghan í New York.
Harry og Meghan í New York. AFP

Viðburðurinn var haldinn til heiðurs hermönnum og afhenti Harry viðurkenningar. Í fyrra sögðu hjónin skilið við bresku konungsfjölskylduna og búa þau núna í Kaliforníu í Bandaríkjunum ásamt börnum sínum tveimur en yngra barn þeirra kom í heiminn í byrjun júní. 

Harry og Meghan hertogahjónin af Sussex.
Harry og Meghan hertogahjónin af Sussex. AFPmbl.is