Dularfullur vökvi stal senunni í París

Stórmerkilegur atburður átti sér stað á tískupalli Coperni á tískuvikunni …
Stórmerkilegur atburður átti sér stað á tískupalli Coperni á tískuvikunni í París. AFP

Hin árlega tískuvika stendur nú yfir í París þar sem stærstu hönnuðir heims sýna nýjustu tískuna fyrir vor og sumar 2023.

Þó áhorfendur búi sig undir undur og stórmerki á tískupöllunum ár hvert hefði enginn geta ýmindað sér þann stórmerkilega atburð sem átti sér stað á Coperni SS23 sýningunni þar sem hópur vísindamanna spreyjuðu hvítan kjól utan á fyrirsætuna Bellu Hadid. 

Hvítum vökva úðað á fyrirsætuna

Hadid gekk út á tískupallinn í engu nema agnarsmáum nærbuxum. Því næst kom hópur vísindamanna á sviðið og byrjaði að úða hvítum vökva á líkama fyrirsætunnar. Efnið var þróað af fyrirtæki í Lundúnum sem heitir Fabrican, en í fyrstu minnti það helst á köngulóarvef. Þegar leið á virtust trefjalögin þykkna og þorna, og fyrr en varir hafði vökvinn breyst í hvítan kjól. 

Að úðun lokinni gekk Charlotte Raymond, yfirhönnuður hjá Coperni á sviðið og notaði hendurnar til að móta hálsmál og ermar kjólsins áður en hann þornaði alveg. Svo skar hún í faldinn.

Áhugaverð áferð

Samkvæmt vef New York Times leit kjóllinn út fyrir að vera úr eins konar silki eða bómullarefni, en við viðkomu var hann mjúkur, teygjanlegur og ójafn eins og svampur. Coperni var stofnað árið 2013 og hefur vakið mikla athygli fyrir að blanda saman vísindum, handverki og tísku.

Vísindamenn spreyjuðu hvítu efni á nakinn líkama Hadid.
Vísindamenn spreyjuðu hvítu efni á nakinn líkama Hadid. AFP
Útkoman er glæsilegur hvítur kjóll.
Útkoman er glæsilegur hvítur kjóll. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál