„Við byrjuðum að vinna saman árið 2019 eftir margra ára vináttu“

Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir voru í fjögur ár …
Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir voru í fjögur ár að þróa vörurnar fyrir merki sitt Chilli in June. Ljósmynd/Elísabet Blöndal

Förðunarfræðingarnir, Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir eigendur Reykjavík Makeup School og HI beauty, eru komnar með sitt eigin snyrtivörumerki sem kallast Chilli in June. Þær fögnuðu þessum áfanga með kvöldverði í hópi nokkurra kvenna á veitingastaðnum Tides á Editon hótelinu í gærkvöldi. Þær segja að förðunarmerkið uppfylli allar helstu gæðakröfur fagmanna en vörurnar eru handunnar og framleiddar á Ítalíu. 

Fyrsta förðunarvaran frá Chilli in June er HOT Bronzer sem veitir gefur húðinni sólkyssta áferð. Bronzerinn er litsterkur og auðveldur í blöndun og hentar bæði byrjendum sem og fagmönnum og kemur í vefverslun merkisins á mánudaginn kemur. 

„Við byrjuðum að vinna saman árið 2019 eftir margra ára vináttu og ákváðum að gera okkar eigin förðunarmerki og þá hófst ævintýrið. Við byrjuðum á því að panta hráefni sjálfar og mixa í eldhúsinu heima hjá Heiði, þar til við föttuðum að þrátt fyrir að vita nákvæmlega hvað við viljum þá erum við ekki efnafræðingar. Að lokum fundum við efnafræðing í Ítalíu og höfum við verið að vinna með henni að búa til drauma förðunarvörurnar okkar,“ segir Ingunn. 

Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir.
Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir. Ljósmynd/Elísabet Blöndal

„Til að fjármagna vörumerkið héldum við förðunarnámskeið sem heitir í dag, Kvöldstund með HI beauty, þar sem við kennum fólki að farða andlit með sínum eigin vörum. Námskeiðin slógu aldeilis í gegn og á aðeins 2 mánuðum höfðum við kennt yfir 250 konum að farða sig. Þetta námskeið er enn í dag eitt af okkar vinsælustu námskeiðum hjá Reykjavík Makeup School,“ segir Heiður. 

Það var þó ýmislegt sem setti strik í reikninginn eins og heimsfaraldur kórónuveirunnar. 

„Með tilkomu kórónuveirunnar þurftum við að pása aðeins þróunina á merkinu. Í millitíðinni keyptum við Reykjavík Makeup School, gáfum út podcast, framleiddum okkar eigin sjónvarpsþætti og margt fleira,“ segir Ingunn. 

Heiður og Ingunn hafa unnið að vöruþróun í fjögur ár. 

„Það er því mikið afrek að vera loksins komnar með fullkomnu fyrstu vöruna okkar í hendurnar og getum við ekki beðið eftir því að almenningur fái loksins að prófa,“ segir Heiður. 

Tatiana Hall­gríms­dótt­ir, Sigríður Margrét Ágústsdóttir, Sunneva Eir Einarsdóttir, Ástrós Traustadóttir …
Tatiana Hall­gríms­dótt­ir, Sigríður Margrét Ágústsdóttir, Sunneva Eir Einarsdóttir, Ástrós Traustadóttir og Kolbrún Anna Vignisdóttir voru á meðal gesta. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Sunneva Eir Einarsdóttir og Ástrós Traustadóttir.
Sunneva Eir Einarsdóttir og Ástrós Traustadóttir. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Heiður Ósk Eggertsdóttir og Tatiana Hall­gríms­dótt­ir.
Heiður Ósk Eggertsdóttir og Tatiana Hall­gríms­dótt­ir. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Helga Þóra Bjarnadóttir er eitt af andlitum merkisins.
Helga Þóra Bjarnadóttir er eitt af andlitum merkisins. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ingunn Sigurðardóttir og Heiður Ósk Eggertsdóttir.
Ingunn Sigurðardóttir og Heiður Ósk Eggertsdóttir. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Gerður Jónsdóttir var á meðal gesta en hún er vinsæll …
Gerður Jónsdóttir var á meðal gesta en hún er vinsæll þjálfari. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður lét sig ekki vanta.
Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður lét sig ekki vanta. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Boðið fór fram á veitingastaðnum Tides á Editon hótelinu í …
Boðið fór fram á veitingastaðnum Tides á Editon hótelinu í Reykjavík. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ástrós Traustadóttir dansari og áhrifavaldur var á meðal gesta.
Ástrós Traustadóttir dansari og áhrifavaldur var á meðal gesta. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Hér má sjá fyrstu vöruna úr línunni Chilli in June.
Hér má sjá fyrstu vöruna úr línunni Chilli in June. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Sigríður Margrét Ágústsdóttir og Sunneva Eir Einarsdóttir.
Sigríður Margrét Ágústsdóttir og Sunneva Eir Einarsdóttir. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Andrea Magnúsdóttir, Heiður Ósk Eggertsdóttir, Tatiana Hall­gríms­dótt­ir, Ingunn Sigurðardóttir, Sigríður …
Andrea Magnúsdóttir, Heiður Ósk Eggertsdóttir, Tatiana Hall­gríms­dótt­ir, Ingunn Sigurðardóttir, Sigríður Margrét Ágústsdóttir og Sunneva Eir Einarsdóttir. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ástrós Traustadóttir og Kolbrún Anna Vignisdóttir.
Ástrós Traustadóttir og Kolbrún Anna Vignisdóttir. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál