„Efst á óskalistanum fyrir veturinn er skósíður pels og loðhúfa“

Vala Karítas Guðbjartsdóttir er mikill fagurkeri sem hefur haft áhuga …
Vala Karítas Guðbjartsdóttir er mikill fagurkeri sem hefur haft áhuga á tísku frá unga aldri.

Hin tvítuga Vala Karítas Guðbjartsdóttir hefur alla tíð haft mikinn áhuga á fallegum hlutum og þá sérstaklega fötum og skartgripum. Vala segist hafa fengið tískuáhugann frá móður sinni enda hafi hún verið byrjuð að stelast í fataskápinn hennar um leið og hún byrjaði að labba.

„Mamma mín hefur alltaf verið mikill töffari. Hún átti og á ennþá geðveikan fataskáp og nóg af glingri sem ég hef verið að leika mér með frá unga aldri,“ segir Vala. 

Vala er fædd og uppalinn á Bolungarvík en flutti til Reykjavíkur þegar hún var 16 ára til þess að læra hönnun og markaðsfræði í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Síðustu ár hefur hún unnið í versluninni Spúútník þar sem hún sækir mikinn innblástur og fær að blómstra í sínu áhugamáli. 

Vala vinnur í Spúútník og segist fá mikinn tískuinnblástur þar.
Vala vinnur í Spúútník og segist fá mikinn tískuinnblástur þar.

Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum?

„Fatastíllinn minn myndi ég segja að sé mjög fjölbreyttur þar sem hann getur gjörbreyst á einni nóttu. Ég er alltaf í tímabilum eftir innblæstri og skapi, ég tjái mig mikið í gegnum fötin mín og finnst fátt skemmtilegra en að dressa mig upp.“

Vala lýsir fatastíl sínum sem fjölbreyttum, en hún tjáir sig …
Vala lýsir fatastíl sínum sem fjölbreyttum, en hún tjáir sig mikið í gegnum tísku.

Hvernig klæðir þú þig dagsdaglega?

„Ég kýs alltaf að vera „overdressed“ frekar en ekki, en elska vissulega fátt meira en góð kósí dress. Dagsdaglega reyni ég að finna jafnvægi þar á milli og slæ hendinni seint á móti kósí dressi en reyni að pimpa það upp með hælum og pels eða kápu.“

Pelsar eru í miklu uppáhaldi hjá Völu.
Pelsar eru í miklu uppáhaldi hjá Völu.

En þegar þú ferð eitthvað fínt?

„Ég er sjúk í kjóla og er oftar en ekki í kjól þegar ég fer eitthvað fínt.“

Vala elskar kjóla og er hér í uppáhaldskjólnum sínum.
Vala elskar kjóla og er hér í uppáhaldskjólnum sínum.

Hvert sækir þú tískuinnblástur?

„Ég fæ mestan innblástur frá fólkinu í kringum mig, glæsilegu samstarfskonunum mínum og vinkonum.“

Áttu þér uppáhaldsflík?

„Ég á mér nokkrar uppáhaldsflíkur en efst í huga er tvítugs afmæliskjóllinn minn sem hæfileikaríka Sylvía Karen saumaði á mig núna um daginn.“

Áttu þér uppáhaldsskó og fylgihlut?

„Uppáhaldsskórnir mínir í augnablikinu eru rauðu Kalda skórnir mínir. Uppáhaldsfylgihluturinn er svo Tom Ford sólgleraugun mín.“

Hvað er efst á óskalistanum þínum fyrir veturinn?

„Efst á óskalistanum mínum fyrir veturinn er skósíður pels og loðhúfa, er búin að vera sjúk í feld síðustu vikur.“

Ertu mikið jólabarn?

„Ég hef aldrei verið mikið jólabarn en ég elska samt að fara heim til Bolungarvíkur um jólin og vera í faðmi fjölskyldunnar. Áramótin hinsvegar hef ég alltaf elskað.“

Vala er meira fyrir áramótin en jólin þó hún njóti …
Vala er meira fyrir áramótin en jólin þó hún njóti þess alltaf að eyða tíma með fjölskyldu sinni og vinum.

Hvernig verða jólin hjá þér í ár?

„Á jólunum í ár verð ég fyrir vestan að hafa það huggulegt með fjöllunni.“

Hvert er eftirminnilegasta jóla- eða áramótadressið þitt?

„Mitt eftirminnilegasta áramótadress er án efa diskókúlu kjóllinn minn sem ég var í áramótin 2020. Ég á því miður ekki mynd af honum en hann var sturlaður – stuttur og víður pallíettukjóll, soldið „heroin chic“ Kate Moss vibe.“

Ert þú búin að ákveða í hverju þú verður þessi jólin?

„Ég á ennþá eftir að ákveða jóladressið í ár.“

Vala á enn eftir að ákveða jóladressið í ár.
Vala á enn eftir að ákveða jóladressið í ár.

Hvað finnst þér setja punktinn yfir i-ið á jólunum?

„Það sem mér finnst setja punktinn yfir i-ið á jólunum er gamla skartið hennar langömmu sem að ég mun sníða dressið mitt í kringum þessi jólin.“

Hvað er efst á jólagjafalistanum þínum í ár?

„Ég pæli ekki mikið í jólagjafalistanum mínum en mér finnst alltaf gaman að fá föt eða eitthvað sem ég þarf eins og húðvörur eða gjafabréf í eitthvað dekur.“

Föt, húðvörur og dekur eru efst á óskalista Völu þessi …
Föt, húðvörur og dekur eru efst á óskalista Völu þessi jólin.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál