Knattspyrnumaðurinn Birnir Snær er algjör tískukóngur

Birnir er óhræddur við að prófa ólíka stíla.
Birnir er óhræddur við að prófa ólíka stíla. Samsett mynd

Birni Snæ Ingasyni er margt til lista lagt. Hann er öflugur knattspyrnumaður og spilar með Víkingi í Bestu deild karla ásamt því að leggja stund á nám í fatahönnun við Listaháskóla Íslands.

Birnir hefur vakið mikla athygli, bæði fyrir áhugaverðan stíl og frumlega hönnun, og eigum við án efa eftir að heyra meira af þessum hæfileikaríka og metnaðarfulla unga manni, hvort sem er innan eða utan vallar í framtíðinni. 

Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum?

„Hann er ekkert svo flókinn. Ég vill vera þægilegur, það er númer 1, 2 og 3. Fatastíllinn er að ég held frekar afslappaður, enginn brjáluð læti, en það kemur svo sem fyrir. 

Prökkurunum í liðinu mínu finnst ég oft og tíðum klæddur eins og það sé verið að steggja mig, en ég hef bara gaman af því þegar þessir jeppar gelta.“

Liðsfélagar Birnis segja hann stundum klæða sig eins og mann …
Liðsfélagar Birnis segja hann stundum klæða sig eins og mann sem er verið að steggja. Ljósmynd/Aðsend

Hvernig klæðir þú þig dagsdaglega?

„Það fer alveg eftir dögum. Stundum vill maður bara henda sér í eitthvað kósí, en stundum vill maður fara í eitthvað fínna. Mér finnst skemmtilegt að „mix-a“ andstæðum saman, en svona hefðbundinn dagur hjá mér er hlýrabolur, jakki og víðar gallabuxur. Ég er sjúkur í gallabuxur, maður endar einhvern veginn alltaf í því að klæðast þeim. Ég þarf helst að finna mér nýjar buxur en það er eiginlega ekki pláss fyrir fleiri flíkur í skápnum, því miður.“

En þegar þú er að fara eitthvað fínt?

„Þegar ég er að fara eitthvað fínt, þá rífur maður fram stóra „stöffið.“ Ég hef aldrei verið mikið fyrir jakkaföt en hef að vísu verið að kaupa mér gömul jakkaföt á nytjamörkum undanfarið, það er svo skemmtilegt snið á þeim. 

Ef og þegar ég er að henda mér í eitthvað fínt, finnst mér gott að fara í jakkafatajakka og víðar gallabuxur, ég vill ekki vera of fínn.“

Birnir vill ekki vera of fínn og kýs því gallabuxur …
Birnir vill ekki vera of fínn og kýs því gallabuxur og jakkafatajakka þegar hann fer út. Ljósmynd/Aðsend

Fyrir hverju fellur þú oftast?

„Það eru jakkar og skór. Ég spái mikið í sniði og efni á jökkum, það er það sem ég glápi á fyrst, held ég. Mér finnst alltaf gaman að flík sem fær mig til að hugsa, hvernig datt hönnuðinum þetta í hug?“

Verstu fatakaupin?

„Ég á allnokkrar flíkur sem sitja inn í skáp og enn þá með helvítis miðanum á. Ætli mín verstu kaup séu ekki einhverjar leggingsbuxur sem ég fjárfesti í, í gamla daga. Þær áttu að vera algjör negla en eru bara prakkaralæti í dag.“

Áttu þér uppáhalds merki/búðir til að versla í?

„Já, það eru vissar búðir erlendis sem ég hefur gaman af, fyrsta sem mér dettur í hug er Dover Street Market. Ég væri reyndar að ljúga ef ég ef segði að mér fyndist skemmtilegast að versla þar, því það er sæmilegasti verðmiði á „stöffinu“ þar, maður væri helvíti snöggur að tæma sig. Það er meira gaman að skoða sig um þar. 

Mitt uppáhaldsmerki akkúrat núna er líklega Y/Project. Ég hef mjög gaman af því.“

Áttu þér uppáhaldsliti?

„Nei, ég á ekki einhvern einn uppáhalds en hef samt mjög gaman af litum. Sjálfur enda ég oftast á því að klæðast svörtu en þarf að fara að keyra litageðveikina aðeins upp.“

Birnir er mikið í svörtu.
Birnir er mikið í svörtu. Ljósmynd/Aðsend

Hvað er á óskalistanum fyrir veturinn?

„Já, já, það er alltaf eitthvað sem manni langar í. Það má einhver græja Martine Rose Nike „stöffið“ á mig, það væri vel þegið.“

Hvaðan sækir þú innblástur þegar þú setur saman dress?

„Ég glápi mikið á YouTube, skoða Instagram og pæli mikið í fólkinu sem röltir fram hjá mér úti á götu. Það getur hver sem er veitt manni innblástur, fólk sem er djúpt í tískupælingum og aðrir sem eru „lazer focused“ á eitthvað allt annað.“

Birnir hefur skemmtilegan stíl.
Birnir hefur skemmtilegan stíl. Ljósmynd/Aðsend

Ef peningar væru ekki vandamál, hvað myndir þú kaupa þér?

„Þetta er rosaleg spurning! Maður þyrfti að fara í einhverja svaðalega úlpu eða álíka, eittthvað sem kostar alvöru seðil. Það er ekki ákveðin flík sem kemur upp í hugann en líklega eitthvað gamalt „archive stöff“ sem kostar alltof mikinn pening.“

Hver finnst þér vera best klæddi einstaklingurinn í heiminum í dag?

„Það er erfitt að henda einhverjum einum niður á blað, en minn „all time favourite“ hefur alltaf verið A$AP Rocky. Vinur hans ASAP Nast er líka góður. Það er hægt að nefna fullt af meisturum en þessir fá mitt „shout“, veit þeir verða sáttir með það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál