Lewinsky hvetur konur til að kjósa í nýjustu tísku

Monica Lewinsky.
Monica Lewinsky. AFP

Aktívistinn Monica Lewinsky er andlit nýrrar kosningaherferðar, „You've Got the Power“, á vegum fatamerkisins Reformation og Vote.org.

Á mánudag tilkynnti bandaríska fyrirtækið, sem framleiðir umhverfisvænan, lífrænan og sjálfbæran kvenfatnað, að það hefði tekið höndum saman við Lewinsky til að kynna nýja vinnufatalínu Reformation. Markmið herferðarinnar er að vekja athygli á komandi forsetakosningum og hvetja kaupendur til að kjósa í forkosningum um útnefningu á forsetaframbjóðanda, sem nú standa yfir. 

Lewinsky, 50 ára, varð heimsfræg á einni nóttu fyrir að hafa átt í leynilegu ástarsambandi við þáverandi forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton. Lewinsky var aðeins 22 ára gömul þegar sambandið hófst. 

„Lewinsky hefur lengi verið framarlega þegar kemur að jafnréttismálum og málefnum kvenna. Hún hefur hvatt konur til að nota raddir sínar og þess vegna fannst okkur tilvalið að fá hana til að hjálpa okkur í þessu verkefni,“ sagði talsmaður Reformation. „Og þrátt fyrir að fatnaður lagi ekki öll heimsins vandamál, þá er góð byrjun að klæða sig upp og halda á kjörstað.“

View this post on Instagram

A post shared by Reformation (@reformation)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál