Brynjar Björn ráðinn til Stjörnunnar

Brynjar Björn Gunnarsson.
Brynjar Björn Gunnarsson. mbl.is/Eggert

Brynjar Björn Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari hjá Stjörnunni til næstu þriggja ára en þetta staðfestir Almar Guðmundsson formaður knattspyrnudeildar Garðabæjarfélagsins við fotbolta.net.

KR staðfesti brotthvarf Brynjars fyrr í kvöld en hann var leystur undan samningi hjá Vesturbæjarfélaginu, þar sem til stóð að hann myndi spila eitt tímabil í  viðbót. Brynjar verður aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla, ásamt því að hafa yfirumsjón með þjálfun 2. flokks karla.

Brynjar verður ekki leikmaður með Stjörnunni og hefur því lagt skóna á hilluna eftir langan feril en hann var atvinnumaður í 16 ár í Noregi, Svíþjóð og Englandi, þar af síðustu átta árin hjá Reading.

mbl.is