Víkingur varði titil sinn

Dagný Brynjarsdóttir lék með Selfossi sem varð Íslandsmeistari í innanhúsknattspyrnu ...
Dagný Brynjarsdóttir lék með Selfossi sem varð Íslandsmeistari í innanhúsknattspyrnu í dag. Eva Björk Ægisdóttir

Víkingur Ólafsvík og Selfoss eru Íslandsmeistarar í innanhúsknattspyrnu. Úrslitaleikirnir fóru fram um helgina í Laugardalshöll.

Selfoss vann 7-4 sigur gegn Álftanesi í úrslitaleik kvenna. Selfossliðið reyndist öflugra á lokasprettinum eftir að staðan hafði verið jöfn 4-4. 

Víkingur Ólafsvík vann öruggan 13-3 sigur gegn Leikni/KB í úrslitaleik karla. Þessi sömu lið öttu kappi á seinasta ári en þá hafði Víkingur Ólafsvík einnig betur.

Þetta er þriðja árið í röð sem Víkingur Ólafsvík hampar Íslandsmeistaratitlinum í innanhúsknattspyrnu.

mbl.is