Markaveisla fyrir austan

Ivan Bubalo skoraði tvö í dag.
Ivan Bubalo skoraði tvö í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leiknir frá Fáskrúðsfirði og Fram gerðu 4:4 jafntefli í Lengjubikarnum í knattspyrnu í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði dag. Bæði lið höfðu tapað öllum leikjum sínum fram að þessu í keppninni og fyrsta stig beggja liða því raunin. 

Liðin deila enn með sér botnsæti 4. riðils eftir úrslitin. Ivan Bubalo skoraði tvö marka Fram og þeir Helgi Guðjónsson og Arnór Daði Aðalsteinsson skoruðu hin tvö. Almar Daði Jónsson skoraði þrennu fyrir Leikni og Hilmar Freyr Bjartþórsson skoraði eitt. Markaskorarar fengust á urslit.net. 

Grindavík og Stjarnan eru á toppi riðilsins með tíu stig. 

mbl.is