Er að taka smá áhættu

Heimir Hallgrímsson
Heimir Hallgrímsson mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þegar HM lýkur er ég búinn að vera í sjö ár í vinnu hjá A-landsliði karla. Það er helmingi lengur en það lengsta hingað til. Mig langar að sjá hvort það sé eitthvað annað í boði,“ segir Heimir Hallgrímsson þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu við Gunnlaug Jónsson í þættinum Návígi sem hægt er að nálgast á vefsíðunni fótbolti.net.

„Mig langar að vera áfram og auðvitað myndi ég vilja hafa það þannig að ég gæti bara ákveðið það sjálfur eftir HM hvort ég verði áfram eða ekki. Samningurinn minn væri tilbúinn og enginn ráðinn í staðinn. Ég veit að þannig er þetta ekki í dag. Ég er að taka smá áhættu með því að fá að biðja um það að fá að bíða með þetta,“ segir Heimir.

Allt viðtalið við Heimi Hallgrímsson

Næsta verkefni landsliðsins eru tveir vináttuleikir sem fram fara í Bandaríkjunum. Ísland mætir Mexíkó föstudaginn 23. mars og leikur við Perú fjórum dögum síðar.mbl.is