Valskonur með fullt hús á toppnum

Valskonur hafa leikið vel á undirbúningstímabilinu.
Valskonur hafa leikið vel á undirbúningstímabilinu. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Valur hafði betur gegn Stjörnunni, 1:0, í Lengjubikar kvenna í fótbolta í kvöld, en leikið var í Egilshöll. Eygló Þorsteinsdóttir skoraði sigurmarkið á 76. mínútu, en aðeins mínútu fyrr fékk Hallbera Guðný Gísladóttir beint rautt spjald.

Valur hefur unnið alla þrjá leiki sína í keppninni til þessa og ekki enn fengið á sig mark. Á Akureyri gerðu Þór/KA og Breiðablik 1:1-jafntefli. Landsliðskonurnar Andrea Mist Pálsdóttir og Agla María Albertsdóttir skoruðu mörkin. 

ÍBV vann svo 3:1-sigur á FH á Leiknisvelli. Adrienne Jordan skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og Clara Sigurðardóttir bætti við þriðja marki ÍBV áður en Marjani Hing-Glover skoraði eina mark FH. 

Upplýsingar um markaskorara og rauða spjaldið í leik Vals og Stjörnunnar fengust á fotbolti.net. 

Staðan í riðlinum:
Valur 9
Brieðablik 7
Stjarnan 3
ÍBV 3
Þór/KA 1
FH 0

mbl.is