Öruggur Valssigur í rólegum leik

Frá Hlíðarenda í dag.
Frá Hlíðarenda í dag. mbl.is/Hari

Valsmenn unnu öruggan sigur á Keflvíkingum í 32ja liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Origo-vellinum í kvöld 2:0.

Leikurinn var ansi rólegur, Valsmenn héldu boltanum meirihluta leiksins en sköpuðu sér ekki mörg færi, sér í lagi í fyrri hálfleik. Keflvíkingar vörðust þétt og freistuðu þess að sækja í gegnum Jeppe Hansen og með föstum leikatriðum.

Ólafur Karl Finsen kom Valsmönnum yfir eftir korters leik með laglegu skallamarki á nærstöng. Keflvíkingar fengu hálffæri í föstum leikatriðum en það voru Valsmenn sem stjórnuðu leiknum í öllum aðalatriðum.

Seinni hálfleikurin var svipaður þeim fyrri, Valsmenn héldu boltanum og skoruðu mark snemma eftir hálfleik. Keflvíkingar gerðu skiptingar eftir um klukkustundaleik og freistuðu þess að færa liðið framar en sá sóknarþungi entist skammt og leikurinn fjaraði hægt og rólega út.

Heilt yfir vörðust Keflvíkingar vel og gáfu ekki sérlega mörg færi á sér miðað við gæði Valsmanna. En þeim tókst ekki að ógna marki Valsmanna í þau skipti þegar þeir færðu liðið ofar á völlinn.

Valur 2:0 Keflavík opna loka
90. mín. Leik lokið Leik lokið! Valsmenn komast í 16 liða úrslit Mjólkurbikarsins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert