Þá fer allt einhvernveginn

Þór/KA og Valur eru í toppbaráttunni.
Þór/KA og Valur eru í toppbaráttunni. mbl.is/Valgarður Gíslason

Sjaldan hefur verið jafn mjótt á munum í toppbaráttu efstu deildar kvenna eins og nú þegar tímabilið er hálfnað. Á sama tíma í fyrra var toppliðið með sex stiga forskot og hafði ekki stigið eitt einasta feilspor með fullt hús stiga. Nú tróna skrúðgrænir Blikar úr Kópavogi á toppnum aðeins stigi á undan ríkjandi Íslandsmeisturum Þór/KA.

Skjálftamælar titra greinilega í herbúðum fjögurra efstu liðanna, sem vita að allt getur gerst í seinni hluta mótsins og ekki má mikið út af bera til að missa af lestinni. Ef fyrri umferð gefur okkur einhver fyrirheit um ferðalok falldraugsins, þá mun hann ná fótfestu í Frostaskjólinu og draga Fimleikafélagið með sér. Fleiri lið geta hugsanlega fallið en eiga séns á titlinum, og spennan í neðri hlutanum er engu síðri en á toppnum.

Knattspyrnan hefur verið til fyrirmyndar hjá stelpunum og líkt og í Pepsi-deild karla eru fleiri lið farin að verða taktískari og færari með knöttinn. Langflestar knattspyrnukvennanna sem spila í deildinni eru í fantaformi og leikirnir eru þar af leiðandi hraðari og harðari en áður. Gamla íslenska harkan og einfaldleikinn kemur stundum upp á yfirborðið þegar boðið er upp á kokteil af ekta íslensku slagviðri, hundblautum og holóttum leikvöllum, eða þegar pressan verður óbærileg.

Sjáðu greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. Þar er farið yfir öll lið deildarinnar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert