Öryggisstjórinn slær á létta strengi

Víðir Reynisson, öryggisstjóri KSÍ.
Víðir Reynisson, öryggisstjóri KSÍ. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Víðir Reynisson, öryggisstjóri KSÍ og fyrrverandi deildarstjóri hjá almannavörnum, fylgir karlalandsliðinu í knattspyrnu svo gott sem hvert fótmál, og gætir öryggis landsliðsmanna og fylgdarliðs þeirra. 

Víðir var staddur á Stade Roudourou-leikvanginum í Frakklandi í gærkvöldi þegar Frakkar og Íslendingar gerðu jafntefli 2:2. 

Upp úr sauð á milli leikmanna liðanna seint í leiknum og var Víðir einn þeirra sem reyndi að skakka leikinn. 

Víðir slær á létta strengi á Twitter í dag þar sem hann birti mynd þar sem hann sést ásamt fleirum þegar hamagangurinn átti sér stað. Skrifað hann með myndinni: „Just another day at the office.“mbl.is