Birkir Már orðinn þjálfari

Birkir Már Sævarsson og Blaise Matuidi í landsleik Íslands og ...
Birkir Már Sævarsson og Blaise Matuidi í landsleik Íslands og Frakklands í síðasta mánuði. AFP

Birkir Már Sævarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, verður í nýju hlutverki í sumar, ásamt því að leika með Íslandsmeisturum Vals.

Hann var í kvöld ráðinn þjálfari 3. deildarliðsins KH, Knattspyrnufélags Hlíðarenda, ásamt Hallgrími Daníelssyni, en þeir taka við af Arnari Steini Einarssyni sem hefur stýrt liðinu síðustu ár og fór með það upp í 3. deildina árið 2017. 

Lið KH er aðallega skipað Valsmönnum og það hafnaði í fimmta sæti 3. deildarinnar á síðasta tímabili.

mbl.is