Dagur Austmann til Þróttara

Dagur Austmann Hilmarsson í leik með ÍBV gegn Breiðabliki á …
Dagur Austmann Hilmarsson í leik með ÍBV gegn Breiðabliki á síðustu leiktíð. mbl.is/Eggert

Dagur Austmann Hilmarsson er genginn í raðir Þróttar Reykjavíkur frá ÍBV og gildir samningur hans við Þrótt út leiktíðina. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag.

Dagur er 21 árs gamall varnar- og miðjumaður sem kom við sögu í 18 leikjum með Eyjamönnum í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð.

Dagur varð fyrir því óláni að fótbrotna í september á síðasta ári og þegar hann lék með ÍBV í sigri liðsins gegn Stjörnunni í Mjólkurbikarkeppninni í 32-liða úrslitunum um síðustu mánaðarmót var það fyrsti leikur hans í átta mánuði.

Dagur Austmann í búningi Þróttar.
Dagur Austmann í búningi Þróttar. Ljósmynd/Þróttur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert