Gott próf fyrir okkur

Natasha Anasi
Natasha Anasi mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég held að það hafi verið mjög mikilvægt fyrir okkur að fá stig úr þessum leik og gott að komast aftur inní leikinn og jafna í lokin, það sýnir liðsheildina,“  sagði Natasha Anasi fyrirliði Keflvíkinga eftir 1:1 jafntefli gegn HK/Víkingi í kvöld þegar leikið var í 10. umferð efstu deildar kvenna í fótbolta, Pepsi-deildinni.

„Við fengum fullt af færin en það fengu hinar líka, mér fannst bæði lið eiga góðan leik.  Mér fannst lið HK/Víkings koma af hörku í leikinn og héldu sóknarmönnum okkar niðri en við reyndum líka að spila af krafti.  Við höfum náð að spila eins og við viljum í síðustu leikjum svo ég held að þessi leikur hafi líka verið góður til að prófa okkur.  Deildin er svo jöfn og það munar um hvert stig,“ bætti fyrirliðinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert