Hent í þeytivinduna

Gróttumenn fagna sætinu í Pepsi Max-deildinni.
Gróttumenn fagna sætinu í Pepsi Max-deildinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starf formanns knattspyrnudeildar Gróttu varð skyndilega býsna umsvifamikið síðsumars þegar karlaliðið tók upp á því að vinna sér sæti í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins og þvert á allar spár.

Ári áður hafði liðið farið upp úr c-deildinni með stigi meira en næsta lið, Vestri. Síðustu vikurnar hafa verið viðburðaríkar hjá Seltirningum og ekki fækkaði snúningunum hjá formanninum, Birgi Tjörva Péturssyni, þegar þjálfarinn, Óskar Hrafn Þorvaldsson, kaus að róa á önnur mið ef hægt er að nota orðalag úr sjávarútvegi fyrir þá miklu útgerðarbæi Seltjarnarnes og Kópavog.

„Okkur var hent í þeytivinduna. Við erum komin upp í efstu deild og vorum þjálfaralaus í framhaldinu. Mér finnst mesta furða að okkur hafi tekist að lenda standandi,“ sagði Birgir og brosti þegar Morgunblaðið tók hann tali. Á þriðjudaginn var gengið frá þriggja ára samningi við Ágúst Gylfason og Guðmund Steinarsson um að stýra liðinu og er Birgir afar ánægður með þá niðurstöðu. Spurður um hvort Ágúst hafi verið efstur á óskalistanum svarar Birgir því játandi.

„Já hann var sá fyrsti sem við hringdum í eftir að við lentum í þeirri stöðu að vera þjálfaralaus. Liðu svo nokkrir dagar þar til við náðum að hittast. Með lið í efstu deild, og án þjálfara, þá þurftum við aðeins að hugsa um tækifærið sem í því fælist. Við þurftum að greina stöðuna og finna út hvað væri mikilvægast fyrir hópinn á þessum tímapunkti. Þar stóð svolítið upp úr að reynsla og sjálfstraust væru mikilvægir þættir vegna þess að liðið er ungt. Þetta þjálfarateymi geislar af hvoru tveggja. Við vorum ekki síst spennt fyrir Ágústi vegna þess hversu gott orð fer af honum. Hann hefur verið mjög farsæll og okkur fannst strax að það gæti ekki verið annað en góð ákvörðun að leita til hans.“

Sjá greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert