Íslensku stelpurnar unnu þær sænsku aftur

Byrjunarlið Íslands í dag.
Byrjunarlið Íslands í dag. Ljósmynd/KSÍ

Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sáu um að skora mörkin fyrir U19 ára landslið kvenna í fótbolta er liðið vann 2:0-sigur á Svíþjóð í vináttuleik í Egilshöll í kvöld. 

Leikurinn fór fjörlega af stað og strax á annarri mínútu kom Sveindís Jane íslenska liðinu yfir með góðu skoti úr teignum. Karólína bætti við öðru markinu á 66. mínútu eftir góðan undirbúning Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur. 

Liðin mættust einnig síðastliðinn þriðjudag og vann Ísland þá 3:0-sigur í Fífunni. 

mbl.is