Vill fá gervigras á Akranesvöll

Akranesvöllur er einn af rótgrónustu knattspyrnuvöllum landsins.
Akranesvöllur er einn af rótgrónustu knattspyrnuvöllum landsins. mbl.is/Hari

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Skagamanna í knattspyrnu, vill að lagt verði gervigras á Akranesvöll sem fyrst en kveðst smeykur um að ansi langt verði í það.

Þetta kemur fram í viðtali við Jóhannes Karl á fotbolti.net en hann segir að þrátt fyrir gríðarlega uppbyggingu hjá ÍA sé stuðningurinn frá sveitarfélaginu því miður ekki nógu mikill.

„Auðvitað myndum við vilja fá gervigras á aðalvöllinn af því að það eru það margir iðkendur að höllin okkar (Akraneshöllin) er þannig lagað sprungin og við þurfum fleiri velli til að geta æft allt árið um kring. Auðvitað væri það draumur innan fárra ára að fá gervigras á aðalvöllinn til þess að geta haldið áfram þessari uppbyggingu og til þess að búa til enn þá fleiri fóboltamenn,“ segir Jóhannes Karl.

Hann segir slíka ákvörðun alltaf umdeilda en málið snúist um að gefa öllum iðkendum félagsins tækifæri til að ná eins langt og mögulegt sé.

„Það er skilningur á því en auðvitað er rómantík í að spila á frábærum grasvelli en ef litið er á heildarmyndina fyrir okkur sem félag upp á Skaga þá er leiðin gervigras — það er vilji fyrir því innan félagsins að fá gervigras,“ segir Jóhannes Karl Guðjónsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert