Kominn aftur í Breiðholtið

Brynjar Hlöðversson er genginn til liðs við Leikni Reykjavík á …
Brynjar Hlöðversson er genginn til liðs við Leikni Reykjavík á nýjan leik. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Knattspyrnumaðurinn Brynjar Hlöðversson er genginn til liðs við 1. deildarlið Leiknis Reykjavík en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Brynjar skrifar undir tveggja ára samning við félagið en hann kemur til Leiknis frá HB í Færeyjum þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö tímabil.

Hann varð Færeyjameistari með liðinu árið 2018 og bikarmeistari tímabilið 2019. Brynjar þekkir vel til í Breiðholtinu en hann er uppalinn hjá félaginu. Hann var fyrirliði Leiknis áður en hann hélt til Færeyja en hann á að baki 15 leiki í efstu deild með Leikni. Þá er hann á meðal leikjahæstu leikmanna Leiknis með 185 leiki á bakinu.

mbl.is