40 dagar, hver er staðan?

Jón Daði Böðvarsson í baráttu við varnarmenn Andorra í síðasta …
Jón Daði Böðvarsson í baráttu við varnarmenn Andorra í síðasta heimaleik Íslands sem var gegn Andorra í október. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eftir fjörutíu daga er komið að lokaslagnum um sæti í lokakeppni Evrópumóts karla í fótbolta þegar Rúmenar mæta á Laugardalsvöllinn fimmtudagskvöldið 26. mars.

Fimm dögum síðar leikur sigurliðið til úrslita á útivelli við annaðhvort Búlgaríu eða Ungverjaland.

Miklar vangaveltur hafa verið um hvort Laugardalsvöllurinn verði leikfær eftir fjörutíu daga, enda algjört einsdæmi að spila leik sem þennan á Íslandi í marsmánuði. Það ræðst væntanlega ekki endanlega fyrr en á síðustu 5-10 dögunum fyrir leik hvert ástand hans verður.

En hvernig verður ástandið á íslensku landsliðsmönnunum? Hvernig er þeirra undirbúningur fyrir þennan mikilvæga leik? Þeir verða á afar misjöfnu róli, margir verða langt komnir með sitt vetrartímabil á meðan aðrir eru enn á undirbúningstímabili og ekki farnir að spila alvöruleiki á árinu 2020. Erik Hamrén landsliðsþjálfari gæti þurft að taka það með í reikninginn í liðsvalinu en hann hefur verið á ferðinni og fylgst vel með leikmönnunum, m.a. þeim sem hafa verið í æfingaferðum á Spáni síðustu vikur.

Markverðirnir

Af markvörðum landsliðsins verður Ögmundur Kristinsson í mestu leikæfingunni. Hann hefur ekki misst úr leik með Larissa í grísku úrvalsdeildinni í vetur og reyndar spilað alla leiki sinna liða frá því í apríl 2018.

Greinina í heild sinni er að  finna í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »