Danskur kantmaður á reynslu hjá Fjölni

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnismanna.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnismanna. mbl.is//Hari

Lee Rochester Sörensen  æfir nú með knattspyrnuliði Fjölnis en það er fótbolti.net sem greindi frá þessu í dag. Sörensen er danskur kantmaður en hann er 25 ára gamall og á að baki landsleiki með yngri landsliðum Dana.

Hann hóf feril sinn í dönsku úrvalsdeildinni með HB árið 2011 en hefur frá árinu 2015 spilað mest í dönsku B-deildinni. Hann var síðast samningsbundinn Roskilde í dönsku B-deildinni þar sem hann lék tvo leiki.

Fjölnismenn eru nýliðar í efstu deild en liðið hafnaði í öðru sæti 1. deildarinnar síðasta haust með 42 stig, einu stigi minna en topplið Gróttu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert