„Búinn að skoða þetta atvik þúsund sinnum“

Hallgrímur Jónasson skallar frá marki KA.
Hallgrímur Jónasson skallar frá marki KA. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

„Ég stefni að því að geta byrjað að spila á ný í byrjun næsta tímabils,“ segir Hallgrímur Jónasson, knattspyrnumaðurinn reyndi úr KA, sem er fótbrotinn, með slitið krossband og skaddað liðband í hné eftir að hafa slasast illa í bikarleik liðsins við Leikni úr Reykjavík á dögunum.

Frá fyrstu stundu blasti við að krossbandið væri slitið en það hefur nú verið endanlega staðfest, auk þess að fréttirnar af fótbrotinu fékk Hallgrímur fyrir þremur dögum. „Ég fór í röntgen og sneiðmyndatökur og þá kom í ljós að sköflungurinn er brotinn, alveg upp við hnéð, þar sem ég fékk höggið á mig. Ég var í aðgerð í gær þar sem stór hluti liðþófans í hnénu var fjarlægður en nú tekur við bið og langt bataferli. Ég get ekki farið í krossbandsaðgerðina fyrr en í ágúst því fyrst þarf ég að jafna mig eftir brotið, ná aftur réttunni á hnéð og styrkja mig aðeins, annars gæti ég lent í vandræðum í endurhæfingunni,“ sagði Hallgrímur við Morgunblaðið í gær.

Í sófanum hjá Baldri og í aðgerð hjá Gauta

Hann var þá staddur í Reykjavík, heima hjá Baldri Sigurðssyni, sínum gamla félaga frá Húsavíkurárunum sem nú leikur með FH.

„Já, ég ligg hérna í sófanum hjá Baldri og er að hvíla mig eftir aðgerðina í gær. Svo sér annar fótboltamaður, Gauti Laxdal, um mig, hann gerði aðgerðina í gær og lagar krossbandið í ágúst. Við Gauti þekkjumst vel því hann vann með landsliðinu á þeim sjö árum sem ég var þar,“ sagði Hallgrímur en Gauti lék líka með KA á sínum tíma og var í eina Íslandsmeistaraliði félagsins árið 1989.

Þetta eru fyrstu alvarlegu meiðslin sem Hallgrímur þarf að glíma við á löngum ferli í fótboltanum en hann var byrjaður að spila sextán ára gamall með meistaraflokki Völsungs árið 2002.

Viðtalið í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Hallgrímur Jónasson stefnir á að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn næsta …
Hallgrímur Jónasson stefnir á að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn næsta sumar. Ljósmynd/Baldur Sigurðsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert